Kobe Bryant, sem verið hefur helsta stjarna bandaríska körfuknattleiksliðsins LA Lakers, tilkynnti í dag að hann vildi fara frá liðinu. Sagði hann að stjórn liðsins væri í molum og hann væri harðákveðinn í að óska eftir því að fá að fara frá félaginu í leikmannaskiptum.
Bryant hefur verið hjá Lakers í 11 ár og á þeim tíma vann þrjá NBA meistaratitla með liðinu. Hann á nú fjögur ár eftir af sjö ára samningi sem hann gerði í júlí 2004, daginn eftir að Shaquille O'Neal fór frá liðinu til Miami Heat í miklum leikmannaskiptum.