San Antonio Spurs er nú komið með aðra hendina á meistaratitilinn í NBA deildinni eftir sigur í þriðja leik lokaúrslitanna gegn Cleveland Cavaliers, 75:72, á bökkum Erie vatns. Spurs hefur nú náð 3:0 forystu í leikseríunni og er ekki sjáanlegt að Cleveland sé til stórræða líklegt það sem eftir lifir af úrslitunum.
Gunnar Valgeirsson skrifar frá Bandaríkjunum.
Þetta var einn afleitasti NBA leikur sem undirritaður hefur séð í langan tíma og hefur Cleveland ollið miklum vonbrigðum í þessum úrslitum. Hefu hver sína eigin skoðun skoðun á því, en ein kenningin er að þetta sé einfaldlega munurinn á Austur og Vesturdeild.
Nánar er fjallað um úrslitakeppni NBA í Morgunblaðinu á morgun.
Stig San Antonio: Tony Parker 17, Tim Duncan 14, Bruce Bowen 13, Brent Barry 9, Michael Finley 7, Fabricio Oberto 6, Manu Ginobili 3, Robert Horry 3, Jacque Vaughn 2, Francisco Elson 1.
Stig Cleveland: LeBron James 25, Drew Gooden 13, Sasha Pavlovic 13, Zydrunas Ilgauskas 12, Anderson Varejao 4, Damon Jones 3, Daniel Gibson 2.