Ævintýraleg sigurkarfa Jakobs tryggði Íslendingum sigur

Jakob Sigurðarson.
Jakob Sigurðarson. mbl.is

Íslenska landsliðið í körfuknattleik lék gegn Georgíu í kvöld í Laugardalshöllinni í Evrópukeppni karlalandsliða Fylgst var með gangi mála í leiknum í textalýsingu á mbl.is.

Jakob Sigurðarson tryggði Íslendingum sigur, 76:75, gegn Georgíu í B-deild Evrópumóts landsliða í Laugardalshöll í kvöld. Í stöðunni 72:74 var brotið á Loga Gunnarssyni og aðeins nokkrar sekúndur lifðu af leiknum. Logi skoraði úr fyrra skotinu og reyndi síðan ekki að hitta úr síðara skotinu. Islendingar náðu frákastinu og boltinn barst til Jakobs Sigurðarsonar sem skaut þriggja stiga skoti og boltinn fór í spjaldið og ofaní körfuna. Annar sigur Íslands í B-deildinni var því tryggður en íslenska liðið á ekki möguleika á að komast upp í A-deild.

Leiknum er lokið með sigri Íslands, 76:75.

Í stöðunni 72:75 var brotið á Loga Gunnarssyni og aðeins nokkrar sekúndur lifðu af leiknum. Logi skoraði úr fyrra skotinu og reyndi síðan ekki að hitta úr síðara skotinu. Islendingar náðu frákastinu og boltinn barst til Jakobs Sigurðarsonar sem skaut þriggja stiga skoti og boltinn fór í spjaldið og ofaní körfuna. Annar sigur Íslands í B-deildinni var því tryggður en íslenska liðið á ekki möguleika á að komast upp í A-deild.

Stig Ísands: Logi Gunnarssson 17, Jakob Sigurðarson 16, Brenton Birmingham 13, Páll Axel Vilbergsson 9, Fannar Ólafsson 6, Magnús Gunnarsson 6, Helgi Már Magnússon 4, Friðrik E. Stefánsson 3, Brynjar Þór Björnsson 2,

4. leikhluti. 35 sek. Staðan er 72:74. Sigurður Ingimundarson þjálfari íslenska liðsins tekur leikhlé.

4. leikhluti. 1.04 mín. Staðan er 72:74.

4. leikhluti. 2.14 mín. Staðan er 70:70.

4. leikhluti. 3.23 mín. Staðan er 70:68. Friðrik Stefánsson leikur ekki meira í þessum leik en hann fékk 5. villuna rétt í þessu.

4. leikhluti. 4.37 mín. Staðan er 67:65.

4. leikhluti. 5.29 mín. Staðan er 64:63. Georgía tekur leikhlé. Íslenska liðið hefur leikið gríðarlega vel í upphafi fjórða leikhluta þar sem Jakob Sigurðarson hefur skorað 6 stig.

4. leikhluti. 6.20 mín. Staðan er 62:63.

4. leikhluti. 8.00 mín. Staðan er 59:58.

4. leikhluti er byrjaður:

3. leikhluta er lokið. Staðan er 52:55.

Stig Íslands: Logi Gunnarssson 16, Fannar Ólafsson 6, Jakob Sigurðarson 6, Páll Axel Vilbergsson 9, Brenton Birmingham 5, Helgi Már Magnússon 4, Magnús Gunnarsson 3, Brynjar Þór Björnsson 2, Friðrik E. Stefánsson 1.

3. leikhluti. 1.00 mín. Staðan er 50:53.

3. leikhluti. 2.22 mín. Staðan er 44:52.

3. leikhluti. 5.16 mín. Staðan er 41:47.

3. leikhluti. 7.00 mín. Staðan er 39:42.

3. leikhluti. 9.00 mín. Páll Axel kemur Íslendingum yfir 39:38 með 3-stiga körfu.

Síðari hálfleikur er byrjaður.

Fyrri hálfleik er lokið. Staðan er 36:38.

Íslenska liðið hefur leikið vel í fyrri hálfleik þar sem Logi Gunnarsson hefur dregið vagninn. Logi hefur skorað 16 af alls 36 stigum Íslands. Logi skoraði fyrstu 12 stig íslenska liðsins. Varnarleikurinn er góður og hefur "besti miðherji Evrópu" Zaza Pachulia átt erfitt uppdráttar í sóknarleiknum. Atlanta Hawks leikmaðurinn hefur aðeins skorað 4 stig og þar af 2 úr vítaskotum. Páll Axel Vilbergsson tók 9 fráköst í fyrri hálfleik og þar af 6 í sókn. Íslenska liðið tók 24 fráköst í fyrri hálfleik en Georgía 20.

Brynjar Björnsson skoraði eftirminnileg stig í fyrri hálfleik en þar keyrði hann upp að körfunni og lagð boltann ofaní körfuna fyrir framan hinn stóra og stæðilega Pachulia. Manuchar Markoishvili hefur skorað flest stig fyrir Georgíu en hann setti niður 11 stig. Athygli vekur að leikmenn Georgíu hafa aðeins náð einu sóknarfrákasti.

Stig Íslands: Logi Gunnarssson 12, Fannar Ólafsson 4, Helgi Már Magnússon 3, Jakob Sigurðarson 3, Páll Axel Vilbergsson 3, Brenton Birmingham 3, Brynjar Þór Björnsson 2, Friðrik E. Stefánsson 1.

2. leikhluti: 1.05 mín. Staðan er 33:35.

2. leikhluti: 4.42 mín. Staðan er 28:33.

2. leikhluti: 6.50 mín. Staðan er 24:29.

2. leikhluti: 8.05 mín. Staðan er 22:26, Logi hefur skorað 16 stig í leiknum

1. leikhluta er lokið: Ísland - Georgía 18:23.

Logi 12 stig, Jakob 3 stig, Fannar 2 stig, Friðrik 1 stig.

1. leikhluti: 3:16 mín. Friðrik Stefánsson skorar úr einu vítaskoti, staðan er 16:17.

1. leikhluti: 4:11 mín. Staðan er 12:14, Logi hefur skorað 12 stig.

1. leikhluti: 6:54 mín. Logi Gunnarsson hefur skorað fyrstu 10 stig Íslands, 10:14.

1. leikhluti: 8:21 mín. Logi Gunnarsson skorar fyrstu stig Íslands, 2:2.

Leikurinn er byrjaður: Byrjunarlið Íslands: Friðrik, Brenton, Logi, Jakob og Páll Axel.

19:12: Friðrik Erlendur Stefánsson fær viðurkenningu frá Körfuknattleikssambandinu í tilefni þess að hann lék 100. landsleik sinn á Smáþóðaleikunum í Mónakó í sumar. Friðrik hefur leikið 103 landsleiki og afhenti Hannes Jónsson formaður KKÍ landsliðsmanninum gullúr og blómvönd.

19:06:

Lið Íslands: Magnús Gunnarsson, Friðrik Stefánsson, Jakob Örn Sigurðarson, Brynjar Björnsson, Þorleifur Ólafsson, Helgi Már Magnússon, Páll Axel Vilbergsson, Brenton Birmingham, Kristinn Jónasson, Sigurður Þorsteinsson, Logi Gunnarsson, Fannar Ólafsson.

Lið Georgíu: Giorgi Gamgrelidze, Vlademer Boisa, Anatoli Boisa, Zaza Pachulia, George Tsintsadze, Viktor Sanikidze, Kote Tugushi, Manuchar Markoishvili, David Ugrekhelidze, Vakhtang Natsvlishvili, Tyrone Ellis, Zviad Babiashvili.

19:05: Zaza Pachulia er stigahæsti leikmaður Georgíu í riðlakeppninni en hann hefur skorað 21, 5 stig að meðaltali. Í íslenska liðinu er Brenton Birmingham með flest stig eða 18,2 að meðaltali.

Logi Gunnarsson.
Logi Gunnarsson. mbl.is
Friðrik Stefánsson.
Friðrik Stefánsson. mbl.is
Páll Axel Vilbergsson.
Páll Axel Vilbergsson. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert