Íslendingar lögðu Austurríkismenn 91:77

Fannar Ólafsson í landsleik.
Fannar Ólafsson í landsleik. Árni Torfason

Ísland og Austurríki áttust við í Laugardalshöll í kvöld í B-deild Evrópumóts landsliða í körfuknattleik. Ísland hafði betur, 91:77, og endaði þar með í þriðja sæti riðilsins. Þetta var lokaleikur liðanna í keppninni en Ísland hefur nú unnið þrjá leiki í röð og er þetta fjórði sigurleikur liðsins í riðlinum. Fylgst var með gangi mála í textalýsingu á mbl.is.

Leiknum er lokið. Ísland - Austurríki 91:77.

Stig Íslands: Jakob Sigurðarson 21, Páll Axel Vilbergsson 14, Fannar Ólafsson 12, Helgi Már Magnússon 11. Logi Gunnarsson 10, Magnús Gunnarsson 9, Brenton Birmingham 5, Friðrik Stefánsson 3, Þorleifur Ólafsson 3, Sigurður Þorsteinsson 2, Brynjar Björnsson 2,

4. leikhluti: 4:00 mín: Ísland - Austurríki 81:69.

Helgi með þriggja stiga körfu, fimmta þriggja stiga karfa Íslands í röð.

4. leikhluti: 6:00 mín: Ísland - Austurríki 76:62.

Íslenska liðið hefur skorað fjórar þriggja stiga körfur í röð, Austurríkismenn taka leikhlé. Jakob með eina, Magnús með tvær og Helgi Már setti niður eina. Frábær leikkafli íslenska liðsins. Um 750 áhorfendur eru á leiknum og góð stemmning í Laugardalshöll.

4. leikhluti: 8:00 mín: Ísland - Austurríki 70:62.

Jakob Sigurðarson og Magnús Gunnarsson skora úr þriggja stiga skotum. Fín byrjun hjá íslenska liðinu.

3. leikhluta er lokið: Ísland - Austurríki 62:57.

Jakob Sigurðarson skorar þriggja stiga körfu rétt áður en þriðja leikhluta lýkur. Skotnýting íslenska liðsins er mun betri en í fyrri hálfleik. Logi Gunnarsson og Friðrik Stefánsson eru einu leikmenn íslenska liðsins sem er í villuvandræðum en þeir eru með 3 villur - Logi fékk allar í fyrri hálfleik.

3. leikhluti: 2:00 mín: Ísland - Austurríki 59:53.

3. leikhluti: 4:00 mín: Ísland - Austurríki 54:50.

Páll Axel Vilbergsson hefur skorað 10 stig í þriðja leikhluta og alls 13 stig. Logi Gunnarsson hefur einnig leikið vel og er með 5 stig í síðari hálfleik. Jakob 15, Páll Axel 13, Logi 8, Fannar 8, Brenton 3, Helgi Már 3, Magnús 3, Þorleifur 3, Friðrik 1.

3. leikhluti: 6:00 mín: Ísland - Austurríki 48:47.

3. leikhluti: 8:00 mín: Ísland - Austurríki 43:43.

Fannar Ólafsson meiddist á ökkla en hann ætlar samt sem áður að halda áfram. Logi Gunnarsson skoraði þriggja stiga körfu og virðist vera að hitna aðeins eftir erfiða byrjun.

Síðari hálfleik eru byrjaður:

Fyrri hálfleik er lokið: Ísland - Austurríki 39:41.

Íslendingar léku vel undir lok annars leikhluta þar sem að langskotin fóru loksins að rata rétta leið. Fannar Ólafsson skoraði 7 stig í 2. leikhluta en Jakob Sigurðarson hefur látið mest að sér kveða í stigaskoruninni. Þorleifur Ólafsson og Sigurður Þorsteinsson fengu báðir að spreyta sig undir lok 2. leikhluta og skoraði Þorleifur þriggja stiga körfu rétt eftir að hann kom inná. Jakob Sigurðarson 12, Fannar Ólafsson 8, Magnús Gunnarsson 3, Þorleifur Ólafsson 3, Páll Axel Vilbergsson 3, Brenton Birmingham 3, Helgi Már Magnússon 3, Logi Gunnarsson 3.

2. leikhluti: 2.00 mín: Ísland - Austurríki 36:33.

Magnús Gunnarsson kemur Íslendingum yfir í fyrsta sinn í leiknum með þriggja stiga körfu langt utan af velli. Rétt áður hafði Páll Axel Vilbergsson jafnað leikinn með þriggja stiga körfu. Íslenska liðið hefur leikið vel undanfarnar mínútur.

2. leikhluti: 5.00 mín: Ísland - Austurríki 29:33.

Jakob Sigurðarson 11, Fannar Ólafsson 8, Logi Gunnarsson 3, Helgi Már Magnússon 3, Brenton Birmingham 3, Friðrik Stefánsson 1.

Íslenska liðið er að ná betri tökum á leiknum.

2. leikhluti: 8.00 mín: Ísland - Austurríki 20:29.

Fannar Ólafsson byrjar vel og skorar fyrstu 7 stig Íslands í 2. leikhluta.

1. leikhluta er lokið: Ísland - Austurríki 13:23.

Ekkert hefur gengið í sóknarleiknum fram til þessa hjá íslenska liðinu. Og er skotnýtingin slök. Logi Gunnarsson skoraði eina þriggja stiga körfu í fyrsta leikhluta en hann er með 3. villur.

1. leikhluti: 1:00 mín. Ísland - Austurríki 10:21.

Jakob Sigurðarson 7, Logi Gunnarsson 3, Brenton Birmingham 1, Friðrik Stefánsson 1, Fannar Ólafsson 1.

1. leikhluti: 5:00 mín. Ísland - Austurríki 6:15.

Jakob Sigurðarson er stigahæstur með 5 stig. Sigurður Ingimundarson þjálfari hefur breytt um varnarleik og er íslenska liðið í 2:3 svæðisvörn þessa stundina.

1. leikhluti: 7:00 mín. Ísland - Austurríki 3:11.

Íslenska liðið byrjar skelfilega illa og hittni leikmanna er í lágmarki. Austurríkismenn hafa ekki átt í vandræðum með að skora.

1. leikhluti: 10:00 mín.

Leikurinn er hafinn. Bernd Volcic leikmaður Austurríkis sem skoraði 28 stig í fyrri leiknum er ekki í liðinu en hann er hættur að leika með landsliðinu. Benjamin Orter er hinsvegar með en hann skoraði 32 stig í fyrri leiknum.

Lið Íslands: Magnús Gunnarsson, Friðrik Erlendur Stefánsson, Jakob Örn Sigurðarson, Brynjar Björnsson, Þorleifur Ólafsson, Kristinn Jónasson, Páll Axel Vilbergsson, Brenton Birmingham, Helgi Már Magnússon, Sigurður Þorsteinsson, Logi Gunnarsson, Fannar Ólafsson.

Lið Austurríkis: Christian Kollik, Thomas Schreiner, Richard Poiger, Benjamin Ortner, Peter Hütter, Armin Woschank, Martin Kohlmaier, Heinz Kügerl, Davor Lamesic, Matthias Mayer.

Jakob Sigurðarson
Jakob Sigurðarson mbl.is
Helgi Már Magnússon.
Helgi Már Magnússon. Ómar Óskarsson
Logi Gunnarsson.
Logi Gunnarsson. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert