Tveir leikir í "Höllinni" í undanúrslitum fyrirtækjabikarsins

Úr leik Skallagríms og ÍR.
Úr leik Skallagríms og ÍR. Kristinn Ingvarsson

Það verður nóg um að vera í körfuknattleiknum í kvöld en undanúrslitaleikirnir í fyrirtækjabikarkeppni KKÍ, Poweradebikarkeppninni, fara fram í Laugardalshöll. Fyrri leikurinn hefst kl. 19:00 en þar eigast við Íslandsmeistaralið KR og Skallagrímur úr Borgarnesi. Njarðvík og Snæfell úr Stykkishólmi eigast síðan við kl. 21:00 í síðari leiknum. Úrslitaleikurinn fer síðan fram á sunnudaginn í Laugardalshöll og hefst hann kl. 16:00.

Keflavík sigraði í þessari keppni fyrir ári síðan en fyrst var leikið í þessari keppni veturinn 1996-1997. Keflavík hefur sigrað oftast eða alls 5 sinnum, Njarðvík er með 3 titla, en Tindastóll, Grindavík og Snæfell hafa sigraði einu sinni. KR og Skallagrímur hafa ekki náð að landa þessum titli.

1996-1997: Keflavík.

1997-1998: Keflavík.

1998-1999: Keflavík.

1999-2000: Tindastóll.

2000-2001: Grindavík.

2001-2002: Njarðvík.

2002-2003: Keflavík.

2003-2004: Njarðvík.

2004-2005: Snæfell.

2005-2006: Njarðvík.

2006-2007: Keflavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert