Borgnesingar réðu ekki við Karadzovski

Úr leik Stjörnunnar og Skallagríms í kvöld.
Úr leik Stjörnunnar og Skallagríms í kvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Stjarnan lagði Skallagrím í Iceland Express deildinn í körfuknattleik karla í kvöld, 85:72, en staðan í hálfleik var 48:40 fyrir nýliðana úr Garðabæ. Þetta er fyrsti sigur Stjörnunnar í efstu deild frá upphafi en liðið tapaði öllum 22 leikjunum tímabilið 2001-2002. Dimitar Karadzovski fór fyrir Stjörnunni í stigaskoruninni en hann skoraði 22 stig gegn sínum gömlu félögum úr Skallagrími. Steven Thomas skoraði 20 stig fyrir Stjörnuna og Kjartan Kjartansson var með 17 stig, þaraf af 5 þriggja stiga körfur. Darrell Flake skoraði 21 stig fyrir Skallagrím.
Tveir leikir fóru fram í kvöld í úrvalsdeildinni en fjórir leikir fóru fram í gær. Keflavík tók á móti Grindavík í grannaslagnum á Suðurnesjum. Keflavík hafði betur, 95:70.

Stig Stjörnunnar: Dimitar Kardzovski 22, Steven Lamar Thomas 20, Kjartan Atli Kjartansson 17, Fannar Helgason 9, Sigurjón Örn Lárusson 6, Eiríkur Þ. Sigurðsson 5, Sævar Haraldsson 4, Birkir Guð laugsson 2.

Stig Skallagríms: Darrel Flake 21, Allan Fall 14, Milojica Zekovic 14, Pétur Már Sigurðsson 8, Hafþór Ingi Gunnarsson 8, Axel Kárason 4, Pálmi Þór Sævarsson 3.

Keflavík - Grindavík 95:70

Stig Keflavíkur: B.A Walker 31, Tommy Johnson 21, Magnús Gunnarsson 10, Þröstur Jóhannsson 9, Gunnar Einarsson 8, Sigurður Þorsteinsson 8, Jón N. Hafsteinsson 4, Anthony Susnjara 4.

Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 17, Jonathan Griffin 14, Björn Brynjólfsson 12, Þorleifur Ólafsson 8, Páll Kristinsson 8, Igor Beljanski 6,Adam Darboe 3, Hjörtur Harðarson 2.

Darell Flake, Skallagrími, reynir að koma boltanum í körfu Fjölnis …
Darell Flake, Skallagrími, reynir að koma boltanum í körfu Fjölnis í leik á síðustu leiktíð. Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert