Dregið var í bikarkeppni karla í körfuknattleik rétt í þessu, í forkeppni og 32-liða úrslit. Bikarmeistarar ÍR hefja titilvörnina gegn 2. deildarliðinu Mostra úr Stykkishólmi. Íslandsmeistarar KR fara til Ísafjarðar og leika gegn 1. deildarliði KFÍ.
Engin lið úr úrvalsdeildinni drógust saman en Tindastóll fékk líklega erfiðasta verkefnið og þarf að sækja heim Breiðablik, efsta lið 1. deildar. Hamar sækir 1. deildarlið Vals heim og Haukar úr 1. deild fá Snæfell í heimsókn.
Forkeppni:
ÍBV - Hamar-B
Fjölnir-B - Keflavík-B
Leiknir R. - Breiðablik-B
Snæfell-B - Knattspyrnufélag Vesturbæjar
Leikið er 17.-18. nóvember.
32-liða úrslitin:
Hrunamenn - Grindavík
Valur - Hamar
Reynir S. - FSu
Ármann/Þróttur - Skallagrímur
ÍBV/Hamar-B - Keflavík
Fjölnir B/Keflavík-B - Þór Ak.
KR-B - Fjölnir
Leiknir R./Breiðablik-B - Þór Þ.
Mostri - ÍR
Snæfell-B/KV - Höttur
Valur-B - Njarðvík
KFÍ - KR
Haukar-B - Stjarnan
Glói - Þróttur Vogum
Haukar - Snæfell
Breiðablik - Tindastóll
Leikið er 24.-25. nóvember.