NBA: Yao vann Yi

Yi Jianlian og Yao Ming horfa á boltann í leiknum …
Yi Jianlian og Yao Ming horfa á boltann í leiknum í nótt. Reuters

Kínversku leikmennirnir tveir í bandarísku NBA körfuboltadeildinni, Yao Ming, sem leikur með Houston Rockets, og Yi Jianlian, sem leikur með Milwaukee Bucks, mættust í fyrsta skipti í nótt í leik sem lauk með öruggum sigri Houston, 104:88. Úrslitin komu ekki á óvart en Milwaukee hefur ekki unnið leik í Houston frá árinu 1999.

Leikurinn vakti gríðarlega athygli í Kína þar sem Yao nýtur mikilla vinsælda. 19 kínverskar sjónvarsstöðvar sýndu leikinn beint og talið er að vel yfir 200 milljónir manna hafi fylgst með.

Kínversku leikmennirnir stóðu sig vel. Yao skoraði 28 stig, hirti 10 fráköst og átti 3 stoðsendingar. Yi skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst.

Phoenix Suns 106, Miami Heat 101
Steve Nash skoraði 30 stig fyrir Phoenix og Shaquille O'Neal skoraði 25 stig fyrir Miami, sem hefur tapað fimm fyrstu leikjum sínum í deildinni.

San Antonio Spurs 97, New Orleans Hornets 85
Boston Celtics 106, Atlanta Hawks 83
Orlando Magic 112, New York Knicks 102
Denver Nuggets 118, Washington Wizards 92
Toronto Raptors 105, Philadelphia 76ers 103
Charlotte Bobcats 96, Indiana Pacers 87
Detroit Pistons 103, LA Clippers 79.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert