Missti þrjá fingur á körfuboltaleik

mbl.is

Starfsmaður missti þrjá fingur þegar blys eða flugeldur sprakk við hliðarlínu í leik hjá körfuknattleiksliðunum Hapoel Jerusalem og Hapoel Holon í Ísrael. Atvikið átti sér stað í gær í Malha íþróttahöllinni sem fylltist af reyk og ryki og var leiknum hætt þegar í stað. Starfsmaðurinn sem var jafnframt öryggisvörður á leiknum lagði sig í hættu til þess að forða því að leikmenn eða áhorfendur myndu slasast.

Danny Klein forseti Hapoel Jerusalem segir að félagið muni ekki leika á ný fyrr en sá seki hefur verið fundinn. „Ef það kemur í ljós að sá seki er stuðningsmaður okkar liðs þá mun liðið verða leyst upp og ég mun hætta sem forseti,“ sagði Klein í gær en AFP fréttastofan greinir frá því að um blys eða flugeld að ræða en ekki sprengju.

Norski fréttavefurinn Nettavisen er með ítarlega umfjöllun um atvikið og myndir frá íþróttahöllinni.

Myndband frá atvikinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert