Dallas lagði meistaralið San Antonio

Devin Harris leikmaður Dallas skorar í leiknum gegn San Antonio.
Devin Harris leikmaður Dallas skorar í leiknum gegn San Antonio. Reuters.

Dallas hafði betur gegn meistaraliði San Antonio Spurs, 105:92, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt í grannaslagnum í Texas. Josh Howards skoraði 23 stig fyrir Dallas sem var á heimavelli en Argentínumaðurinn Manu Ginobili skoraði 25 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 24 stig. Aðeins tveir leikir voru á dagskrá deildarinnar í nótt og hafði Phoenix Suns betur gegn Chicago Bulls, 112:102, þar sem að Frakkinn Leandro Barbosa skoraði 25 stig fyrir Phoenix Suns en þetta er fjórði sigur liðsins í röð.

Meistararnir eru með 7 sigra og 2 tapleiki en þetta var sjötti sigur Dallas en liðið hefur einnig tapað 2 leikjum.

Josh Howard fór fyrir Dallas-liðinu í fyrri hálfleik þar sem að liðið skoraði 17 stig gegn aðeins 1 stigi frá San Antonio. „Fyrsti leikhlutinn var skelfilegur. Við grófum holu sem við komumst aldrei upp úr,“ sagði franski landsliðsmaðurinn Tony Parker úr liði San Antonio og besti leikmaður síðasta tímabils. Hann skoraði aðeins 7 stig og hann hitti aðeins úr einu skoti af alls 11 utan af velli.

Dallas -San Antonio 105:92

San Antonio: Manu Ginobili 25, Tim Duncan 24, Brent Barry 11, Matt Bonner 8, Tony Parker 7, Bruce Bowen 5, Francisco Elson 4, Fabricio Oberto 3, Jacque Vaughn 3, Darius Washington 2.
Dallas: Josh Howard 23, Devin Harris 18, Jason Terry 18, Dirk Nowitzki 17, Jerry Stackhouse 10, Brandon Bass 6, Maurice Ager 5, DeSagana Diop 5, Erick Dampier 3.

Barbosa skoraði 5 þriggja stiga körfur og gamla brýnið Grant Hill skoraði 24 stig fyrir Phoenix. Enski landsliðsmaðurinn Luol Deng skoraði 25 stig fyrir Bulls.

Phoenix – Chicago 112:102

Chicago: Luol Deng 25, Ben Gordon 24, Andres Nocioni 18, Kirk Hinrich 17, Tyrus Thomas 5, Ben Wallace 5, Chris Duhon 4, Thomas Gardner 2, Joe Smith 2.
Phoenix: Grant Hill 26, Leandro Barbosa 23, Shawn Marion 21, Amare Stoudemire 14, Boris Diaw 10, Steve Nash 10, Raja Bell 8.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert