Góður sigur hjá Suns á Seattle

Raja Bell hjá Suns sækir að Kevin Durant fight hjá …
Raja Bell hjá Suns sækir að Kevin Durant fight hjá Seattle. Reuters

Þrír leikir voru í NBA körfunni í nótt. Amare Stoudemire fór mikinn hjá Phoenix Suns sem lagði Seattle SuperSonics 104:96. Hann gerði 34 stig og tók 11 fráköst.

Suns vann þarna sinn 23 leik í vetur og stendur vel að vígi í Vesturdeildinni. Liðið  var 20 stigum undir eftir fyrsta leikhluta, 13:33 en snéri dæminu við í þeim næsta sem það vann 30:12. Tvíframlengja varð í leik Chicago og Portland.

Úrslit leikjanna urðu annars þessi:

Phoenix - Seattle 104:96

Phoenix: Amare Stoudemire 34, Steve Nash 17, Leandro Barbosa 16, Raja Bell 11, Shawn Marion 11, Grant Hill 9, Boris Diaw 4, Marcus Banks 2.

Seattle: Kevin Durant 28, Earl Watson 20, Jeff Green 14, Kurt Thomas 14, Wally Szczerbiak 8, Nick Collison 6, Chris Wilcox 4, Johan Petro 2

Chicago - Portland 109:115

Chicago: Ben Gordon 32, Joe Smith 31, Kirk Hinrich 12, Ben Wallace 12, Andres Nocioni 11, Chris Duhon 5, Luol Deng 2, Adrian Griffin 2, Tyrus Thomas 2

 Portland: Brandon Roy 25, Travis Outlaw 21, Jarrett Jack 17, LaMarcus Aldridge 14, Steve Blake 13, Martell Webster 13, James Jones 8, Channing Frye 4

Denver - San Antonio  80:77

 Denver: Allen Iverson 29, Carmelo Anthony 17, Anthony Carter 7, Nene 6, Marcus Camby 6, Eduardo Najera 6, Chucky Atkins 5, Kenyon Martin 4

San Antonio: Tim Duncan 20, Tony Parker 20, Michael Finley 18, Matt Bonner 9, Bruce Bowen 4, Jacque Vaughn 3, DerMarr Johnson 2, Ime Udoka 1

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Gísli Foster Hjartarson: 23-9
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert