Sundsvall vill fá Jordan í liðið

Tiger Woods og Michael Jordans eru góðir vinir og hefur …
Tiger Woods og Michael Jordans eru góðir vinir og hefur Jordan fengið góða leiðsögn frá besta kylfing heims. Reuters.

Forráðamenn sænska úrvalsdeildarliðsins Sundsvall Dragons hafa lýst því yfir að þeir vilji reyna fá Michael Jordan til þess að leika með liðinu. Á morgun leikur fyrrum félagi Jordans hjá Chicago Bulls, Scottie Pippen, með Sundsvall í deildarkeppninni en Pippen er 42 ára gamall.

Aleksi Valavuori segir í viðtali við Ekstrabladet í Danmörku að nú þegar sé búið að ná sambandi við aðila sem tengjast Jordan.  Valavuori var sá sem skipulagði ferð Pippen til Skandinavíu en hann lék tvo leiki í finnsku úrvalsdeildinni um s.l. helgi.

Jordan er 45 ára gamall en hann hann lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni árið 2003 með Washington Wizards. Frá þeim tíma hefur hann lítið látið að sér kveða sem leikmaður á körfuboltavellinum en hann er einn af eigendum Charlotte Bobcats í NBA-deildinni sem náði að leggja Boston Celtics í gær á útivelli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert