Phoenix stöðvaði Lakers

Amare Stoudemire hjá Phoenix brýst framhjá Lamar Odom og Kobe …
Amare Stoudemire hjá Phoenix brýst framhjá Lamar Odom og Kobe Bryant í leiknum gegn Lakers í nótt. Reuters

Phoenix Suns lagði Los Angeles Lakers að velli, 106:98, í uppgjöri toppliða Vesturdeildarinnar í NBA í nótt og stöðvaði um leið sigurgöngu Lakers, sem var á heimavelli sínum í Staples Center.

Shawn Marion átti stórleik með Phoenix en hann skoraði 20 stig og tók 16 fráköst, og Leandro Barbosa gerði 22 stig en Phoenix náði um tíma 20 stiga forystu í síðari hálfleiknum.

Lakers hafði unnið sjö leiki í röð og tapaði aðeins í fjórða skiptið í 21 leik. Kobe Bryant skoraði 30 stig og Lamar Odom tók 19 fráköst, hans mesta á ferlinum, auk þess að skora 19 stig en liðið saknaði miðherjans Andrews Bynums, sem verður frá vegna meiðsla á hné næstu vikurnar.

Phoenix: Leandro Barbosa 22, Shawn Marion 20, Boris Diaw 19, Raja Bell 16, Amare Stoudemire 16, Steve Nash 13.
Los Angeles: Kobe Bryant 30, Lamar Odom 19, Jordan Farmar 16, Sasha Vujacic 10, Ronny Turiaf 9, Kwame Brown 8, Derek Fisher 3, Trevor Ariza 2, Javaris Crittenton 1.

Cleveland vann góðan útisigur á San Antonio í uppgjöri liðanna sem mættust í úrslitum deildarinnar í fyrra. Litlu munaði að Manu Ginobili tryggði San Antonio sigurinn á síðustu sekúndunni en skot hans geigaði naumlega.

San Antonio - Cleveland 88:90
Cleveland
: LeBron James 27, Zydrunas Ilgauskas 17, Anderson Varejao 12, Daniel Gibson 11, Damon Jones 7, Devin Brown 4, Drew Gooden 4, Larry Hughes 4, Sasha Pavlovic 4.
San Antonio: Manu Ginobili 31, Tony Parker 23, Tim Duncan 20, Brent Barry 6, Michael Finley 4, Bruce Bowen 2, Ime Udoka 2.

Linas Kleiza, 23 ára gamall Lithái, átti sinn besta leik á  ferlinum í nótt þegar hann skoraði 41 stig í sigri Denver á Utah. Þar af gerði hann 27 stig í fyrri hálfleik.

Denver - Utah 120:109
Utah
: Deron Williams 23, Carlos Boozer 18, Kyle Korver 16, Mehmet Okur 16, Andrei Kirilenko 9, Matt Harpring 7, Jason Hart 7, Ronnie Brewer 5, C.J. Miles 5, Paul Millsap 3.
Denver: Linas Kleiza 41, Allen Iverson 28, Carmelo Anthony 23, J.R. Smith 13, Marcus Camby 8, Anthony Carter 5, Eduardo Najera 2

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert