Phoenix ekki í vandræðum gegn Nets

Jason Kidd leikmaður Nets og Leandro Barbosa.
Jason Kidd leikmaður Nets og Leandro Barbosa. Reuters

Aðeins einn leikur var á dagskrá NBA-deildarinnar í körfubolta í gær en þar áttust við Phoenix Suns og New Jersey Nets. Suns hafði betur 116:92. Amare Stoudemire skoraði 28 stig fyrir Suns og Richard Jefferson var með 24 stig fyrir Nets.

Raja Bell hitti úr 5 þriggja stiga skotum af alls 10 sem hann tók í leiknum en Nets hefur ekki lagt Suns á útivelli frá því í mars árið 1993.

New Jersey: Richard Jefferson 24, Bostjan Nachbar 12, Sean Williams 12, Vince Carter 10, Josh Boone 9, Jason Kidd 9, Marcus Williams 6, Antoine Wright 6, Malik Allen 4.
Phoenix: Amare Stoudemire 28, Raja Bell 20, Shawn Marion 16, Boris Diaw 14, Steve Nash 13, Leandro Barbosa 12, D.J. Strawberry 6, Eric Piatkowski 5, Brian Skinner 2.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert