Fimm leikir voru í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld. Fjölnir vann Hamar í botnslagnum, KR vann góðan sigur í Stykkishólmi, Keflavík náði í tvö stig gegn Þór á Akureyri, Skallagrímur vann Tindastól og ÍR-ingar lögðu Njarðvík í Seljaskóla.
Fjölnismenn lögðu Hamar 77:74 þar sem heimamenn í Grafarvoginum voru yfir allan leikinn, en mikið gekk á undir lok leiks en Hamarsmönnum tókst ekki að jafna metin og knýja fram framlengingu.
ÍR-ingar unnu mikilvægan og góðan sigur á Njarðvíkingum, 90:86 í Seljaskólanum og eru komnir í 6. sætið með 12 stig eins og Snæfell.
KR-ingar eru í öðru sæti með 22 stig eftir 92:83 sigur á Snæfelli í Stykkishólmi.
Keflvíkingar halda efsta sætinu með 26 stig eftir 88:72 sigur á Þór, sem er með 10 stig í tíunda sæti.
Tindastóll er einnig með 10 stig eftir að Skallagrímsmenn unnu Sauðkrækinga 90:81. Skallagrímur með 16 stig í 4. sæti, fóru upp fyrir Njarðvíkinga sem eru líka með 16 stig.