Skallagrímur lagði ÍR

Allan Fall og félagar í Skallagrími unnu ÍR í kvöld.
Allan Fall og félagar í Skallagrími unnu ÍR í kvöld. Árvakur/Golli

Skallagrímur lagði ÍR að velli, 89:86, í úrvalsdeildinni í körfuknattleik þegar liðin áttust við í Borgarnesi í kvöld.

Borgnesingar styrktu þar með stöðu sína í fimmta sæti deildarinnar og eru komnir með 16 stig eftir 14 leiki. ÍR-ingar sitja hinsvegar áfram í 7. sætinu með 10 stig, jafnmörg og Tindastóll, Þór Akureyri og Stjarnan sem eru í þremur næstu sætum á eftir en eiga nú öll leik til góða.

Skallagrímur var yfir eftir fyrsta leikhluta, 24:17, og í hálfleik, 36:35. Eftir þriðja leikhluta var staðan jöfn,, 61:61, en heimamenn knúðu fram sigurinn í lokin.

Darrell Flake skoraði 23 stig fyrir Skallagrím og tók 14 fráköst og Hafþór Gunnarsson gerði 20 stig. Hjá ÍR var Nate Brown með 27 stig og Hreggviður Magnússon 18. 

Leikskýrslan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert