Gasol á leið til Lakers

Paul Gasol treður boltanum með tilþrifum í körfuna.
Paul Gasol treður boltanum með tilþrifum í körfuna. Reuters

Spænski körfuknattleiksmaðurinn Paul Gasol, sem átti stóran þátt í að tryggja Spánverjum heimsmeistaratitilinn fyrir tveimur árum, er á leið frá Memphis Grizzlies til Los Angeles Lakers að því er fram kemur í fjölmiðlum vestanhafs í kvöld.

Um leikmannaskipti er að ræða og fær Grizzlies í staðinn miðherjann Kwame Brown og Javaris Crittenton sem spilar í stöðu leikstjórnanda. Auk þess fær Grizzlies valrétt í nýliðavalinu.

Gasol átti góðu gengi að fagna með liði Memphis Grizzlies á síðustu leiktíð og skoraði 21 stig að meðaltali en honum ekki gengið alveg eins vel á yfirstandandi tímabili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert