Íslandsmeistaralið KR gerði sér lítið fyrir og vann upp 16 stiga forskot Njarðvíkinga á útivelli í síðari hálfleik í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. KR hafði betur 106:97 en staðan í hálfleik var 60:44 Njarðvíkingum í vil.
Njarðvíkingar misstu öll tök á leiknum í þriðja leikhluta á meðan Damon Bailey leikmaður liðsins sat utan vallar með 4 villur. KR komst í fyrsta sinn yfir í leiknum undir lok þriðja leikhluta, 79:78, og eftir það lét liðið ekki forskotið af hendi.
Helgi Magnússon fór á kostum í síðari hálfleik í liði KR og skoraði alls 20 stig en Joshua Helm var stigahæsti leikmaður KR með 32 stig og Jeremiah Sola skoraði 20 stig. Damon Bailey skoraði 27 stig fyrir Njarðvík líkt og Brenton Birmingham.
KR náði góðum kafla í 3. leikhluta og munaði aðeins einu stigi á liðunum að loknum 3. leikhluta, 80:79. Njarðvík var með 16 stiga forskot að loknum fyrri hálfleik, 60:44, en staðan að loknum 1. leikhluta var 35:25 fyrir Njarðvík.
Stig Njarðvíkur: Damon Bailey 27, Brenton Birmingham 27, Jóhann Ólafsson 12, Friðrik Stefánsson 12, Hörður Axel Vilhjálmsson 10, Hjörtur Einarsson 5, Guðmundur Jónsson 2, Sverrir Þ. Sverrisson 2.
Stig KR: Joshua Helm 32, Jeremiah Sola 20, Helgi Magnússon 20, Andrew Fogel 19, Brynjar Björnsson 9, Darri Hilmarsson 5, Pálmi Sigurgeirsson 2.
Gangur leiksins: 3:0, 13:9, 23:16, 35:25, 37:30, 41:37, 51:41, 60:44, 67:50, 74:65, 78:79, 80:79, 83:84, 88:89, 91:93, 95:99, 97:107.