Miami tapaði í framlengingu

Rajon Rondo bakvörður Boston skýtur að körfu Indiana í nótt …
Rajon Rondo bakvörður Boston skýtur að körfu Indiana í nótt en Marquis Daniels reynir að stöðva hann. Reuters

Miami Heat, NBA-meistararnir frá 2006, töpuðu í 23. sinn í síðustu 24 leikjunum í nótt. Þrátt fyrir að hafa verið 14 stigum yfir gegn Denver biðu þeir lægri hlut eftir framlengingu, 113:114.

Dwayne Wade, aðalstjarna Miami, þakkaði áhorfendum góðan stuðning fyrir leikinn og sagði að það kæmi að því að liðið kæmist á sigurbraut á ný. Það gekk ekki eftir að þessu sinni þó litlu munaði. Wade var hársbreidd frá því að tryggja liði sínu sigurinn með flautukörfu í lok framlengingarinnar þegar langskot hans geigaði naumlega.

„Það hefði verið flott, en því miður fór boltinn ekki niður," sagði Pat Riley, þjálfari Miami. Wade skoraði 29 stig og átti 10 stoðsendingar og Shawn Marion tók 18 fráköst en þetta var annar leikur hans eftir að hann kom frá Phoenix í skiptunum fyrir Shaquille O'Neil.

Carmel Anthony gerði útslagið fyrir Denver en hann skoraði 6 dýrmæt stig í framlengingunni og 22 stig alls.

Miami - Denver 113:114
Eftir framlengingu.
Denver: J.R. Smith 28, Kenyon Martin 24, Carmelo Anthony 22, Allen Iverson 16, Marcus Camby 12, Linas Kleiza 6, Anthony Carter 4, Eduardo Najera 2.
Miami: Dwyane Wade 29, Shawn Marion 23, Dorell Wright 19, Mark Blount 18, Ricky Davis 10, Earl Barron 6, Jason Williams 5, Marcus Banks 3.

Atlanta - Detroit 90:94
Detroit:
 Rasheed Wallace 21, Chauncey Billups 16, Richard Hamilton 12, Rodney Stuckey 12, Antonio McDyess 8, Amir Johnson 6, Tayshaun Prince 6, Arron Afflalo 5, Jarvis Hayes 5, Jason Maxiell 3.
Atlanta: Josh Smith 30, Josh Childress 12, Al Horford 12, Joe Johnson 11, Anthony Johnson 8, Marvin Williams 8, Tyronn Lue 7, Zaza Pachulia 2.

Indiana - Boston 97:104
Boston
: Paul Pierce 28, Ray Allen 25, Leon Powe 16, Rajon Rondo 12, Tony Allen 6, James Posey 6, Eddie House 5, Glen Davis 3, Brian Scalabrine 3.
Indiana: Danny Granger 18, Shawne Williams 14, Mike Dunleavy 13, Troy Murphy 13, Kareem Rush 13, Marquis Daniels 10, Travis Diener 6, David Harrison 5, Jeff Foster 3, Ike Diogu 2.

New Jersey - Minnesota 92:88
Minnesota
: Sebastian Telfair 24, Al Jefferson 16, Antoine Walker 12, Ryan Gomes 9, Corey Brewer 7, Randy Foye 7, Marko Jaric 6, Gerald Green 4, Craig Smith 3.
New Jersey: Vince Carter 17, Bostjan Nachbar 14, Richard Jefferson 13, Nenad Krstic 10, Jason Kidd 9, Josh Boone 8, Sean Williams 8, Antoine Wright 6, Stromile Swift 4, Darrell Armstrong 3.

Memphis - Sacramento 107:94
Sacramento
: Kevin Martin 33, Ron Artest 18, Mike Bibby 18, Brad Miller 10, Mikki Moore 6, Beno Udrih 5, Spencer Hawes 2, John Salmons 2.
Memphis: Hakim Warrick 24, Rudy Gay 21, Juan Carlos Navarro 19, Mike Miller 17, Darko Milicic 14, Mike Conley 11, Jason Collins 1.

Chicago - New Orleans 86:100
New Orleans
: Peja Stojakovic 27, David West 27, Chris Paul 25, Rasual Butler 7, Hilton Armstrong 4, Tyson Chandler 4, Jannero Pargo 4, Ryan Bowen 2.
Chicago: Andres Nocioni 28, Kirk Hinrich 15, Thabo Sefolosha 12, Ben Wallace 9, Joe Smith 8, Chris Duhon 5, Joakim Noah 4, Tyrus Thomas 3, Aaron Gray 2.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert