Phoenix lagði fámennt Dallaslið

Dirk Nowitzki skoraði 36 stig fyrir Dallas í nótt og …
Dirk Nowitzki skoraði 36 stig fyrir Dallas í nótt og reynir hér að stöðva Boris Diaw, leikmann Phoenix. Reuters

Phoenix er ekki enn farið að nota tröllið Shaquille O'Neal sem kom til liðs við félagið á dögunum en vann samt nokkuð öruggan sigur á vængbrotnu liði Dallas, 109:97, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Shaq hefur glímt við meiðsli en stefnt er að því að hann byrji að leika með liðinu eftir stjörnuleiksfríið og verði með gegn sínu gamla félagi, LA Lakers, næsta miðvikudagskvöld.

Hjá Dallas hafa meiðsli tekið toll að undanförnu því Josh Howard, Jerry Stackhouse og Devin Harris voru allir fjarri góðu gamni í nótt en þetta var fjórði leikur Dallas á fimm dögum.

Steve Nash átti stórleik með Phoenix, skoraði 24 stig og átti 13 stoðsendingar. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 36 stig fyrir Dallas.

Phoenix - Dallas 109:97
Dallas:
 Dirk Nowitzki 36, Jason Terry 29, Eddie Jones 9, Brandon Bass 7, Devean George 7, Jose Juan Barea 5, Erick Dampier 4.
Phoenix: Leandro Barbosa 26, Amare Stoudemire 26, Steve Nash 24, Boris Diaw 19, Grant Hill 7, Raja Bell 6, Sean Marks 1.

Aðeins einn annar leikur var á dagskrá í nótt en Chicago vann hið heillum horfna lið Miami, 99:92. Þetta var 24. tap NBA-meistaranna frá 2006 í síðustu 25 leikjunum.

Chicago - Miami 99:92
Miami:
 Dwyane Wade 30, Shawn Marion 23, Marcus Banks 9, Jason Williams 9, Ricky Davis 7, Mark Blount 6, Dorell Wright 6, Earl Barron 2.
Chicago: Kirk Hinrich 24, Joe Smith 19, Andres Nocioni 18, Thabo Sefolosha 17, Tyrus Thomas 10, Aaron Gray 4, Joakim Noah 4, Chris Duhon 3

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert