ÍR skellti KR-ingum

Sveinbjörn Claessen skoraði 10 stig fyrir ÍR í góðum sigri …
Sveinbjörn Claessen skoraði 10 stig fyrir ÍR í góðum sigri þeirra í kvöld. Árvakur/Ómar Óskarsson

ÍR vann góðan sigur á Íslandsmeisturum KR, 87:83, í úrvalsdeild karla í körfuknattleik en leikurinn fór fram í íþróttahúsi Seljaskóla í kvöld.

Leikurinn var í járnum allan tímann og liðin yfir til skiptis. ÍR-ingar voru yfir í hálfleik, 44:40, og sami munur skildi liðin að í leikslok.

Nate Brown skoraði 21 stig fyrir ÍR og Hreggviður Magnússon 18 en Joshua Helm gerði 20 stig fyrir KR og Helgi Magnússon 18.

KR-ingum mistókst þar með að komast að hlið Keflavíkur á toppi deildarinnar. Þeir eru með 28 stig en Keflavík er með 30 þegar fjórum umferðum er ólokið.

ÍR styrkti mjög stöðu sína í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni en Breiðhyltingar eru nu í sjöunda sætinu með 16 stig.

Nánar er fjallað um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins á morgun og rætt við þá Hreggvið Magnússon hjá ÍR og Helga Magnússon hjá KR.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert