KR vann öruggan sigur á Hamri, 95:66, í leik liðanna í úrvalsdeild karla í körfuknattleik sem fram fór í DHL-höll KR-inga í Vesturbænum í kvöld en þar með féllu Hvergerðingar úr deildinni.
KR var komið í 27:19 eftir fyrsta leikhluta og munurinn jókst í öðrum hluta, staðan 48:37 í hálfleik. KR hélt áfram að bæta við forskotið, var komið í 72:51 eftir þriðja leikhluta og mótspyrna Hamars var þar með á þrotum.
Joshua Helm gerði 25 stig fyrir KR og Jeremiah Sola 15. Hjá Hamri var Roman Moniak með 27 stig og Svavar Pálsson gerði 14.
Nánar verður fjallað um leikinn í Morgunblaðinu á morgun.