Phoenix að ná sér á strik

Shaquille O'Neal riðar til falls í leiknum í nótt og …
Shaquille O'Neal riðar til falls í leiknum í nótt og Al Harrington hjá Golden State er að vonum skelfingu lostinn. Reuters

Phoenix Suns lagði Golden State Warriores, 123:115, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt og liðið er smám saman að komast á skrið með Shaquille O'Neal innanborðs en fyrstu leikirnir eftir að hann kom frá Miami gengu ekki sem best.

„Við erum að verða fjölbreyttari og þannig verður okkar leikur í úrslitakeppninni. Við getum spilað uppá stóru mennina, en við getum líka beitt hraðanum og keyrt yfir liðin, þannig að nú erum við í góðum málum," sagði Amare Stoudamire sem var í stóru hlutverki í nótt, skoraði 36 stig, tók 11 fráköst og varði fjögur skot. Þetta var þriðji sigur Phoenix í röð.

Shaq hafði samt hægt um sig því hann lenti snemma í villuvandræðum, náði aðeins að spila í 14 mínútur og skoraði 9 stig, auk þess að hirða 4 fráköst. Steve Nash skoraði 21 stig, þar af átta í röð á mikilvægum kafla í síðasta leikhluta, og átti 13 stoðsendingar. Baron Davis gerði 38 stig fyrir Golden State sem hafði unnið Phoenix í þremur síðustu viðureignum liðanna.

Phoenix - Golden State 123:115
Golden State:
 Baron Davis 38, Monta Ellis 23, Mickael Pietrus 16, Stephen Jackson 13, Al Harrington 11, Kelenna Azubuike 10, Andris Biedrins 4.
Phoenix: Amare Stoudemire 36, Steve Nash 21, Raja Bell 18, Boris Diaw 16, Leandro Barbosa 14, Shaquille O'Neal 9, Gordan Giricek 6, Grant Hill 3.

Washington - Cleveland 101:99
Cleveland
: LeBron James 25, Sasha Pavlovic 24, Delonte West 10, Damon Jones 9, Ben Wallace 8, Joe Smith 7, Devin Brown 6, Wally Szczerbiak 6, Anderson Varejao 4.
Washington: Caron Butler 19, Antawn Jamison 17, Darius Songaila 15, Brendan Haywood 14, DeShawn Stevenson 13, Antonio Daniels 10, Nick Young 10, Andray Blatche 3.

Sacramento - Portland 96:85
Portland:
 Brandon Roy 21, LaMarcus Aldridge 20, Travis Outlaw 13, Martell Webster 10, Steve Blake 6, Channing Frye 4, Joel Przybilla 4, James Jones 3, Jarrett Jack 2, Sergio Rodriguez 2.
Sacramento: Ron Artest 22, Brad Miller 14, Beno Udrih 14, John Salmons 11, Mikki Moore 10, Quincy Douby 6, Spencer Hawes 6, Kevin Martin 6, Francisco Garcia 5, Shelden Williams 2.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert