Grindavíkurkonur jöfnuðu metin

Tiffany Robertson leikur stórt hlutverk í liði Grindavíkur.
Tiffany Robertson leikur stórt hlutverk í liði Grindavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Grindavík sigraði KR, 91:83, í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik í Grindavík í dag. Staðan í einvíginu er því 2:2 og liðin mætast í oddaleik í Vesturbænum.

Grindavík var yfir eftir fyrsta leikhluta, 26:18, en KR var yfir í hálfleik, 46:44. KR var enn yfir, 66:59, eftir þriðja leikhluta en Grindavík tryggði sér sigurinn með góðum endaspretti - skoraði 32 stig gegn 17 í síðasta leikhlutanum.

Tiffany Roberson átti  stórleik með Grindavík en hún skoraði 35 stig og tók 12 fráköst. Joanna Skiba skoraði 27 stig og átti 7 stoðsendingar og Ólöf H. Pálsdóttir skoraði 13 stig og átti 6 stoðsendingar.

Candrace Futrell skoraði 27 stig fyrir Grindavík og tók 12 fráköst. Hildur Sigurðardóttir skoraði 19 stig og átti 11 stoðsendingar, og Sigrún Ámundadóttir skoraði 17 stig og tók 11 fráköst.

Leikskýrslan.

KR hafði náð 2:0 forystu í einvíginu, með tveimur öruggum sigrum, en nú er staðan 2:2 og erfitt að spá um hvort liðið muni mæta Keflavík í úrslitaleikjunum um Íslandsmeistaratitilinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert