FSu og Valur leika til úrslita

Brynjar Karl Sigurðsson er kominn með lærisveina sína í FSu …
Brynjar Karl Sigurðsson er kominn með lærisveina sína í FSu nálægt úrvalsdeildinni. mbl.is/Brynjar Gauti

Það verða lið Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, FSu, og Valur sem leika til úrslita um sæti í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Bæði liðin unnu einvígi sín í undanúrslitunum með 2:0, FSu gegn Haukum og Valur gegn Ármanni/Þrótti.

FSu vann Hauka í Hafnarfirði, 98:86, í gær og var yfir í hálfleik, 52:42. Árni Ragnarsson skoraði 25 stig fyrir FSu og Sævar Sigurmundsson 23 en Sigurður Þ. Einarsson gerði 23 stig fyrir Hauka og Lúðvík Bjarnason 18.
Leikskýrslan.

Valur vann Ármann/Þrótt í Laugardalshöllinni, 96:80, og var yfir í hálfleik, 50:43. Alexander Dungal og Hörður Hreiðarsson gerðu 20 stig hvor fyrir Valsmenn en Ólafur M. Ægisson gerði 18 stig fyrir Ármann/Þrótt og Ásgeir Hlöðversson 15.
Leikskýrslan.

Breiðablik vann 1. deildina og fór beint upp í úrvalsdeildina og það verður annaðhvort Valur eða FSu sem fylgir Kópavogsliðinu upp. Í staðinn eru Fjölnir og Hamar fallin niður í 1. deild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert