Phoenix á skriði og lagði Houston

Shaquille O'Neal sækir að körfu Houston í leiknum í nótt.
Shaquille O'Neal sækir að körfu Houston í leiknum í nótt. AP

Phoenix Suns er heldur betur komið í gang í NBA-deildinni í körfuknattleik eftir að hafa hikstað fyrst eftir að Shaquille O'Neal kom til liðs við félagið. Í nótt vann Phoenix sinn sjöunda sigur í röð og það gegn hinu öfluga liði Houston Rockets, 122:113. Shaq og Amare Stoudamire voru í stórum hlutverkum.

Stoudamire var óstöðvandi og gerði 38 stig en þar af skoraði hann 20 úr 20 vítaskotum sem er félagsmet. Áður hafði Paul Silas skorað úr 17 vítaskotum í röð fyrir Phoenix fyrir 37 árum. Stoudamire  tók jafnframt 13 fráköst.

Shaq skoraði 23 stig og tók 13 fráköst sem er hans besta í búningi Phoenix Suns.

Tracy McGrady var sem fyrr í  aðalhlutverki hjá Houston og skoraði 30 stig en lið hans átti aldrei virkilega möguleika, lenti mest 23 stigum undir í fyrri hálfleik og komst aldrei nær heimamönnum en 8 stig í seinni hálfleiknum.

Önnur úrslit í nótt:

Philadelphia - New Jersey 91:87
Charlotte - Miami 94:82
Atlanta - Orlando 98:90
Memphis - Sacramento 117:111
New Orleans - Boston 113:106
Minnesota - New York 114:93
Chicago - Indiana 101:108
Milwaukee - Cleveland 108:98
Utah - Seattle 115:101
LA Clippers - Portland 72:83

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert