Bandaríska körfuknattleiksliðið Dallas Mavericks varð fyrir miklu áfalli í nótt þegar þýski risinn Dirk Nowitzki slasaðist á hné í grannaslag gegn San Antonio Spurs. Það skýrist nánar í dag hversu alvarleg meiðslin eru en án hans missti Dallas taktinn og tapaði, 81:88.
Atvikið átti sér stað í þriðja leikhluta þegar Nowitzki féll illa og var borinn af velli. Hann sendi síðan frá sér yfirlýsingu: „Ég missti jafnvægið og lenti illa á vinstri fætinum. Það verður farið betur yfir þetta með morgni og vonandi hef ég frekari fréttir að færa þá."
Í kjölfarið fylgdi San Antonio eftir góðum spretti, eftir að hafa verið 12 stigum undir, gerði alls 19 stig í röð og sneri leiknum sér í hag. Þetta var þriðji sigur San Antonio í röð eftir slæman kafla þar á undan. Dallas tapaði hinsvegar sínum áttunda leik í röð og á nú á hættu að komast ekki í úrslitakeppnina, sérstaklega ef meiðsli Þjóðverjans reynast alvarleg eins og óttast er.
„Ég vona bara að mínir menn mæti bjartsýnir á æfingu á morgun, fullvissir um að þetta sé ekki búið hjá okkur," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas.
Dallas - San Antonio 81:88
San Antonio: Manu Ginobili 26, Tim Duncan 19, Tony Parker 13, Ime Udoka 7, Kurt Thomas 6, Jacque Vaughn 6, Bruce Bowen 5, Fabricio Oberto 4, Michael Finley 2.
Dallas: Jerry Stackhouse 19, Jason Terry 17, Josh Howard 13, Dirk Nowitzki 11, Jason Kidd 7, Brandon Bass 4, Erick Dampier 4, Tyronn Lue 4, Devean George 2.
Toronto - Denver 100:109
Denver: Allen Iverson 36, Carmelo Anthony 33, J.R. Smith 14, Kenyon Martin 10, Marcus Camby 5, Anthony Carter 5, Linas Kleiza 3, Eduardo Najera 3.
Toronto: Chris Bosh 17, Jose Calderon 17, Andrea Bargnani 16, Jamario Moon 15, Anthony Parker 14, T.J. Ford 11, Rasho Nesterovic 10.
Washington - Detroit 95:83
Detroit: Richard Hamilton 19, Tayshaun Prince 13, Chauncey Billups 11, Rasheed Wallace 11, Rodney Stuckey 8, Jarvis Hayes 7, Antonio McDyess 7, Jason Maxiell 4, Amir Johnson 2, Theo Ratliff 1.
Washington: Antawn Jamison 24, Caron Butler 17, Brendan Haywood 16, DeShawn Stevenson 12, Darius Songaila 10, Antonio Daniels 6, Roger Mason 6, Andray Blatche 4.
LA Lakers - Golden State 111:115
Golden State: Monta Ellis 31, Stephen Jackson 31, Baron Davis 18, Al Harrington 13, Kelenna Azubuike 9, Andris Biedrins 6, Brandan Wright 6, Matt Barnes 1.
Los Angeles: Kobe Bryant 36, Lamar Odom 19, Derek Fisher 16, Ronny Turiaf 16, Jordan Farmar 10, Vladimir Radmanovic 9, Luke Walton 4, Sasha Vujacic 1.