Oddaleikur í DHL-höllinni í kvöld

Petrúnella Skúladóttir hjá Grindavík og Hildur Sigurðardóttir hjá KR eru …
Petrúnella Skúladóttir hjá Grindavík og Hildur Sigurðardóttir hjá KR eru í stórum hlutverkum í liðum sínum. Árni Sæberg

KR og Grindavík mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um hvort liðið leikur til úrslita við Keflavík í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik. Hvort lið hefur sigrað í tveimur leikjum, KR í fyrstu tveimur og Grindavík í tveimur síðustu og því mætir sigurliðið í kvöld liði Keflavíkur sem vann Hauka 3:0 í hinni undanúrslitarimmunni.

KR vann 81:68 í fyrsta leik og fór síðan til Grindavíkur og hafði þar betur, 82:65 og töldu þá margir að björninn væri unninn. En Grindavík hefur heldur betur tekið við sér og lagði KR í þriðja leik, sem var í Reykjavík, 78:66 og síðan 91:83 í fjórða leiknum í Grindavík. Stigaskorið úr þessum fjórum leikjum er því þannig að KR hefur gert 312 stig en Grindavík 302.

Leikur liðanna hefst klukkan 19.15. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert