Keflavík og Grindavík sigruðu örugglega

Magnús Gunnarsson og félagar hans úr Keflavík mæta Þór frá …
Magnús Gunnarsson og félagar hans úr Keflavík mæta Þór frá Akureyri. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í karlaflokki í körfuknattleik hófst í kvöld með tveimur leikjum. Deildarmeistaralið Keflavíkur átti ekki í vandræðum með Þór frá Akureyri en þar hafði Keflavík betur, 105:79. Grindavík sem endaði í 3. sæti deildarinnar sigraði Skallagrím sem endaði í 6. sæti deildarinnar, 106:95. Keflavík og Grindavík geta tryggt sér sigur í þessum rimmum með sigri á útivelli í næstu umferð. Fylgst var með gangi mála í leikjunum tveimur á mbl.is.

Keflavík - Þór Akureyri 105:79 (leiknum er lokið)

BA Walker skoraði 22 stig líkt og Magnús Gunnarsson. Tommy Johnson var með 15 stig og Arnar Freyr Jónsson 11. Cedric Isom skoraði 24 stig fyrir Þór og Robert Reed var með 14 stig.

86:60 (3. leikhluta lokið)

Magnús Gunarsson og BA Walker hafa skorað 22 stig hvor fyrir Keflavík sem er með öruggt forskot. Cedric Isom er langstigahæsti leikmaður Þórs með 22 stig. 

61:40 (2. leikhluta lokið)

BA Walker skoraði19 stig fyrir Keflavík í fyrri hálfleik en Magnús Gunnarsson bætti ekki við stigi í öðrum leikhluta eftir að hafa skorað 16 í þeim fyrsta. Chris Isom er stighæstur í liði Þórs með 17 stig.

34:20 (1. leikhluta lokið)

Magnús Gunnarsson skoraði 16 stig fyrir Keflavík í fyrsta leikhluta og þar af fjórar þriggja stiga körfur. Robert Reed skroaði 10 stig fyrir Þór.

Grindavík - Skallagrímur 106:95 (leiknum er lokið)

Páll Axel Vilbergsson skoraði 36 stig fyrir Grindavík og Adam Darboe var með 17. Darrel Flake skoraði 29 stig fyrir Grindavík og tók að auki 13 fráköst. Grindavík getur með sigri í næsta leik í Borgarnesi tryggt sér sigur í þessari viðureign. 

76:71 (3. leikhluta lokið)

Páll Axel Vilbergsson hefur skorað 29 stig fyrir Grindavík en Skallagrímsmenn hafa sóttí sig veðrið. Darrell Flake er með 18 stig og 12 fráköst fyrir Skallagrím.

57:40 (2. leikhluta lokið)

Páll Axel Vilbergsson hefur farið á  kostum í liði Grindavíkur og skoraði hann 24 stig í fyrri hálfleik og þar af 15 í 2. leikhluta. Darrel Flake hefur skorað 10 stig fyrir Skallagrím líkt og Milko Zekovic.

25:16 (1. leikhluta lokið)

Páll Axel Vilbergsson skoraði 9 stig í fyrsta leikluta fyrir Grindavík en Axel Kárason var stigahæstur í liði Skallagríms með 6 stig.

Úrslitaleikir FSu og Vals um laust sæti í úrvalsdeild hófust einnig í kvöld en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst upp í úrvalsdeild ásamt Breiðablik.

FSu - Valur 83:89 (leiknum er lokið)

C. Walls skoraði 32 stig fyrir Val og tók að auki 14 fráköst. Robert Hodgson leikmaður og þjálfari Vals skoraði 19 stig og tók 6 fráköst. Sævar Sigurmundsson skoraði 23 stig og tók 12 fráköst fyrir FSu.

75:75 (venjulegum leiktíma er lokið)

62:63 (3. leikhluta er lokið)

48:45 (2. leikhluta er lokið)

23:22 (1. leikhluta er lokið)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert