Stoudemire fór fyrir liði Phoenix

Amare Stoudemire var í stuði með Phoenix.
Amare Stoudemire var í stuði með Phoenix. Reuters

Amare Stoudemire skoraði 33 stig og tók 15 fráköst fyrir Phoenix Suns þegar liðið sigraði New Jersey, 110:104, í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Með sigrinum komst Phoenix á toppinn í vesturdeildinni en liðið á eftir að spila níu leiki í deildarkeppninni.

Shaquille O'Neal var með óvenju góða vítanýtingu en hann skoraði úr 7 af 10 vítaskotum sínum og skoraði alls 17 stig í leiknum. Vince Carter var atkvæðamestur í liði New Jersey með 32 stig.

Denver vann fimmta leikinn í röð þegar liðið sigraði Golden State, 119:112. Kenyon Martin átti stórleik fyrir Denver en hann skoraði 30 stig og Carmelo Anthony kom næstur með 25.

Úrslitin í nótt:

Detroit - Cleveland 85;71

Phoenix - New Jersey 110:104

Chicago - Milwaukee 114:111

Denver - Golden State 119:112

Charlotte - Portland 93:85

LA Clippers - Memphis 110:97

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert