Falla meistararnir úr leik?

Nate Brown skorar fyrir ÍR án þess að Brynjar Björnsson, …
Nate Brown skorar fyrir ÍR án þess að Brynjar Björnsson, Avi Vogel og Jeremiah Sola nái að stöðva hann. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik heldur áfram í kvöld. Í Seljaskóla tekur ÍR á móti KR og hefst leikur liðanna klukkan 20 og í Stykkishólmi eigast við Snæfell og Njarðvík og hefst rimma liðanna klukkan 19.15.

ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu KR-inga í DHL-höllinni við Frostaskjól á laugardag og því eiga Íslandsmeistararnir á hættu að falla úr keppni í kvöld sem yrði saga til næsta bæjar. Liðin áttust einnig við í 8 liða úrslitunum á síðustu leiktíð og þá unnu ÍR-ingar fyrsta leikinn en KR-ingar þá tvo næstu, fóru alla leið og lögðu Njarðvíkinga í úrslitarimmu um Íslandsmeistaratitilinn.

Bikarmeistarar Snæfells eru í góðri stöðu fyrir leikinn gegn Njarðvík í kvöld en Snæfellingar höfðu betur í Ljónagryfjunni á laugardag. Njarðvíkingar, án Friðriks Stefánssonar, þurfa því að taka á öllu sem þeir eiga og munu væntanlega ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefanna svo búast má við spennuleik í Hólminum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert