KR tryggði sér oddaleik í framlengingunni

KR-ingar báru sigurorð af ÍR-ingum í framlengdum leik.
KR-ingar báru sigurorð af ÍR-ingum í framlengdum leik. mbl.is/Friðrik Tryggvason

KR lagði ÍR 86:80 í framlengdum leik í 8-liða úrslitum Iceland Express deild karla og tryggði sér þar með oddaleik en ÍR hafði betur í fyrri leik liðanna. 

Nate Brown var stigahæstur hjá ÍR með 25 stig og hjá KR var Andrew Fogel með 23 stig. 

Eftir venjulegan leiktíma í öðrum leik ÍR og KR í 8-liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfu er staðan 73:73 og því þarf að framlengja til að ná fram úrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka