Snæfell áfram, Njarðvík úr leik

Snæfell vann Njarðvík 80:66 í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Þar með er Snæfell komið í undanúrslit því liði sigraði einnig í fyrri leiknum.

Snæfell var yfir allan leikinn, 37:32 í leikhléi og síðan 56:49 eftir þriðja leikhluta.Justin Shouse var með 21 stig fyrir Snæfell og Damon Bailey 21 fyrir Njarðvík.

Kominn er hálfleikur hjá ÍR og KR og þar er allt í járnum en ÍR er einu stigi yfir, 39:38. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka