FSu tryggði sér í kvöld sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik næsta vetur þegar liðið lagði Val 67:63 í oddaleik liðanna á Selfossi um að fylgja Breiðabliki upp í úrvalsdeildina.
Mikil spenna var í lokin, staðan 64:61 þegar 36 sekúndur voru eftir en Valsmenn hittu ekki úr vítaskoti. Það gerðu hins vegar leikmenn FSu sem fóru tvisvar á vítalínuna það sem eftir var leiks og hittu úr öllum fjórum skotunum.
Sævar Sigmundsson og Mathew Hammer gerðu 19 stig hvor fyrir FSu og eins átti Árni Ragnarsson fínan leik með 7 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Val var Robert Hodgson með 17 stig og Craig Walls gerði 10 stig, tók 9 fráköst og átti 9 stoðsendingar.