Garnett í útistöðum við lukkudýrið

Kevin Garnett.
Kevin Garnett. Reuters

Kevin Garnett leikmaður bandaríska NBA-liðsins Boston Celtics þurfti ekki aðeins að glíma við varnarmenn Chicago Bulls í leik liðanna þann 1. apríl þar sem Boston hafði betur, 106:92.  Garnett lenti í útistöðum við Benny „lukkudýr“ Bullsliðsins og þurftu starfsmenn Celtics að halda leikmanninum frá lukkudýrinu um tíma. 

Lukkudýrið var að skjóta íþróttabolum til áhorfenda úr sérstakri byssu sem notuð er við slík tækifæri og eitt skotið fór í bakið á Garnett og James Posey sem var á þeim tíma að ganga í átta að varamannbekk Celtic.

Garnett snéri sér við þegar hann fékk „skotið“ í bakið og lét hann lukkudýrið heyra það og var hann mjög ósáttur við uppátækið. Posey fékk mikið högg á bakið þegar íþróttabolir skullu á honum af miklum krafti og þurfti hann að fá meðferð hjá sjúkrateymi liðsins eftir leikinn vegna atviksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert