Grindavík og Snæfell mætast í kvöld

Justin Shouse er í lykilhlutverki hjá Snæfelli.
Justin Shouse er í lykilhlutverki hjá Snæfelli. mbl.is/Brynjar Gauti

Fyrsta viðureign Grindavíkur og Snæfells í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik fer fram í kvöld. Leikurinn er í íþróttahúsinu í Grindavík og hefst klukkan 20.00.

Snæfell, sem varð bikarmeistari fyrr í vetur, vann Njarðvíkinga örugglega, 2:0, í átta liða úrslitum en Grindvíkingar lögðu Skallagrím, 2:1.

Lið Snæfells gerði góða ferð til Grindavíkur í úrvalsdeildinni fyrr í vetur og vann þar nokkuð öruggan sigur, 95:82. Á sömu leið fór í seinni viðureigninni í Stykkishólmi fyrir nákvæmlega mánuði síðan, 7. mars, en þá vann Snæfell 75:72.

Grindvíkingar enduðu hinsvegar í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar með 30 stig en Snæfell hafnaði í fimmta sætinu með 26 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert