Snæfell sigraði Grindavík á útivelli

Justin Shouse er lykilmaður í liði Snæfells.
Justin Shouse er lykilmaður í liði Snæfells. mbl.is/Brynjar Gauti

Grindavík og Snæfell áttust við í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld þar hafði Snæfell sigur, 97:94. Fylgst var með gangi mála á mbl.is. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Liðin eigast við að nýju á fimmtudag í Stykkishólmi.

Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Keflavík og ÍR og þar er ÍR 1:0 yfir. Næsti leikur í þeirri rimmu er á miðvikudag á heimavelli ÍR í Seljaskóla.

Grindavík - Snæfell 94:97 (leiknum er lokið.)

Lokakafli leiksins var æsispennandi. Þegar 43 sekúndur voru eftir náði Justin Shouse að skora þriggja stiga körfu fyrir Snæfell og kom hann liðinu yfir, 95:94. Grindvíkingar misstu boltann í næstu sókn og Ingvaldur Magni Hafsteinsson tryggði Snæfell sigur með tveimur vítaskotum 4 sekúndum fyrir leikslok. 

Þegar 4 mínútur voru eftir af leiknum voru Grindvíkingar með 9 stiga forskot, 87:78, en Snæfell náði með mikill seiglu að minnka muninn. Jamaal Williams skoraði 32 stig fyrir Grindavík og Adam Darboe var með 22 stig. Justin Shouse var stigahæstur í liði Snæfells með 17 stig, Slobadon Subasic var með 16 stig og Sigurður Þorvaldsson skoraði 15 stig - öll í fyrri hálfleik.

Hlynur Bæringsson tók 14 fráköst fyrir Snæfell en Snæfell var með mikla yfirburði í fráköstunum þar sem liðið tók 39 fráköst en Grindavík 24.

Grindavík - Snæfell 75:72 (3. leikhluta er lokið.)
Jamaal Williams hefur skorað 26 stig fyrir Grindavík, Adam Darboe 18, og Páll Axel Vilbergsson 12 stig. Sigurður Þorvaldsson er stigahæstur í liði Snæfells með 15 stig. 

Grindavík - Snæfell 52:55 (2. leikhluta er lokið.)

Jamaal Williams hefur skorað 15 stig fyrir Grindavík, Adam Darboe 14, og Páll Axel Vilbergsson skoraði 10 stig.

Sigurður Þorvaldsson er stigahæstur í lið Snæfells með 15 stig og Slobadan Subasic skoraði 10 og gaf 6 stoðsendingar. Hlynur Bæringsson er með 9 stig og 10 fráköst. Justin Shouse er með 3 villur í liði Snæfells. 

Grindavík - Snæfell 22:28 (1. leikhluta er lokið.) 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert