Þurfum að finna sigurandann á ný

ÍR-ingar standa vel að vígi gegn Keflvíkingum.
ÍR-ingar standa vel að vígi gegn Keflvíkingum. mbl.is/Ómar óskarsson

„Við þurfum að fara í heimspekilegar vangaveltur og leita að sigurandanum í Keflavíkurliðinu. Við vitum að hann er fyrir hendi en við virðumst ekki finna hann þessa dagana,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari deildarmeistaraliðs Keflavíkur, sem sá aldrei til sólar gegn sterku liði ÍR í gær í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik.

ÍR er 2:0 yfir eftir sigur í gærkvöld, 94:77. „Við þurfum að fara yfir stöðu okkar í rólegheitum og finna lausnir á vandanum. Keflavík hefur oft unnið þrjá leiki í röð,“ sagði Sigurður.

Sjá nánari viðtöl og umfjöllun um leik ÍR og Keflavíkur í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert