Stórsigur Keflvíkinga gegn ÍR

Hreggviður Magnússon leikmaður ÍR í baráttunni gegn Jóni N. Hafsteinssyni.
Hreggviður Magnússon leikmaður ÍR í baráttunni gegn Jóni N. Hafsteinssyni. mbl.is/Ómar óskarsson

Keflavík sýndi styrk sinn í kvöld í þriðja leiknum gegn ÍR í undanúrslitum
Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik. Keflavík sigraði 106:73 og er ÍR 2:1 yfir í rimmunni. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit Íslandsmótsins. Fylgst var með gangi mála á mbl.is. Næsti leikur liðanna fer fram í Seljaskóla á sunnudag kl. 17 og með sigri getur ÍR tryggt sér sigur í rimmunni.

Tölfræði leiksins á kki.is.

Keflavík - ÍR 106:73 (4. leikhluta er lokið)

Bobby Walker skoraði 23 stig fyrir Keflavík og Tommy Johnson var einnig öflugur og skoraði hann 22 stig. Nate Brown skoraði 18 stig fyrir ÍR og Tahirou Sani skoraði 17 stig og tók 9 fráköst.

20:56 Keflavík er enn með í baráttunni og er á góðri leið með að landa sigri þegar 2 mínútur eru eftir af leiknum. Keflavík er yfir 101:73.

Keflavík - ÍR 81:66 (3. leikhluta er lokið)

Tommy Johnson er með 19 stig fyrir Keflavík og Bobby Walker er með 18. Nate Brown er með 18 stig fyrir ÍR.  Arnar Freyr Jónsson hefur gefið 10 stoðsendingar fyrir Keflavík.

20:29 Jón Arnar Ingvarsson þjálfari ÍR tekur leikhlé þegar 3:33 mínútur eru eftir af 3. leikhluta. Keflavík er 20 stigum yfir, 70:50, þar sem Magnús Gunnarsson hefur skorað 5 stig í röð fyrir Keflavík.  

20:25 Það eru 5 mínútur eftir af 3. leikhluta. Staðan er 63:50 fyrir Keflavík.

20:18 ÍR á enn í vandræðum í sóknarleiknum. Hreggviður Magnússon hefur t.d. ekki komist á blað í leiknum. Staðan er 57:39 fyrir Keflavík. 

Keflavík - ÍR 51:37 (2. leikhluta er lokið)

Tommy Johnson er stigahæstur í liði Keflavíkur en hann skoraði 16 stig í fyrri hálfleik og Bobby Walker setti niður 11 stig fyrir Keflavík. Nate Brown  skoraði 10 stig fyrir ÍR og Sveinbjörn Claessen skoraði 9

ÍR náði að minnka muninn í 3 stig um miðjan 2. leikhluta en þá var staðan 33:30 fyrir Keflavík. Í kjölfarið náðu Keflvíkingar góðri rispu og  komust aftur 10 stigum yfir.

19:47  ÍR-ingar hafa sótt í sig veðrið í sókninni. Það munar 6 stigum á liðunum, 33:27, þegar 4 mínútur eru liðnar af 2. leikhluta. Tommy Johnson hefur skorað 13 stig fyrir Keflavík og hann hefur ekki geigað á vítaskoti í leiknum. Öll 6 vítaskot hans hafa farið rétta leið. 

19:39 ÍR á í erfiðleikum í sóknarleiknum og þegar 2 mínútur eru liðnar af 2. leikhluta eru Keflvíkingar 10 stigum yfir, 24:14

Keflavík - ÍR 21:12 (1. leikhluta er lokið)

Bobby Walker skoraði 7 stig fyrir Keflavík í fyrsta leikhluta og Tommy Johnson er með 6 stig. Nate Brown skoraði 6 stig fyrir ÍR og Ómar Örn Sævarsson er með 4 stig. 

Það er greinilegt að Keflvíkingar ætla sér ekki að fara í sumarfrí eftir leik kvöldsins. Það eina sem dugir er sigur og er leikur liðsins mun betri en það sem liðið sýndi gegn ÍR s.l. miðvikudag í Seljaskóla.  

19:30 Keflavík byrjar leikinn af krafti og þegar 7 mínútur eru liðnar af leiknum eru deidarmeistararnir yfir, 13.8. Nate Brown leikmaður ÍR hefur skorað 6 af alls 8 stigum liðsins. 

19:27 Það eru 5 mínútur liðnar af leiknum og Keflavík er yfir, 10:6.  

ÍR sigraði Keflavík á útivelli í fyrsta leiknum í undanúrslitum 87:92 en sá leikur fór í framlengingu. Liðin áttust við öðru sinni á miðvikudag og þar var ÍR með mikla yfirburði í þeim leik sem lauk 94:77


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert