LeBron James jafnaði eigið félagsmet

LeBron James.
LeBron James. Reuters

New Jersey Nets eru úr leik í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppni Austurdeildar í NBA-körfuboltanum en liðið missti síðast af úrslitakeppninni árið 2001. New Jersey tapaði á útivelli gegn Toronto í gær, 113:85, og er Toronto í sjötta sæti Austurdeildar þegar þrír leikir eru eftir af deildarkeppninni.

Atlanta á enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina í Austurdeildinni eftir 116:104-sigur gegn New York Knicks á útivelli. Joe Johnson skoraði 34 stig fyrir Atlanta sem er tveimur sigurleikjum fyrir ofan Indiana Pacers sem er í 9. sæti en 8 efstu komast í úrslitakeppnina. Atlanta á aðeins þrjá leiki eftir líkt og Indiana.  Ef Atlanta kemst í úrslitakeppnina yrði það í fyrsta sinn í níu ár sem það gerist.

LeBron James skoraði 24 stig í fyrsta leikhluta fyrir Cleveland Cavaliers gegn Chicago Bulls en það dugði ekki til sigurs. Chicago sigraði 100:95. LeBron skoraði alls 34 stig í leiknum en hann jafnaði eigið félagsmet með 24 stigum  í fyrsta leikhluta þar sem hann hitti úr öllum 10 skotum sínum utan af velli.

Miami Heat tapaði á heimavelli gegn Memphis Grizzlies og er ljóst að Miami verður með lélegasta árangur allra liða í NBA-deildinni  í ár. Meistaraliðið frá árinu 2006 gæti því dottið í lukkupottinn í nýliðavalinu

Houston hafði betur gegn Phoenix, 101:90, á heimavelli sínum en liðin eru í harðri baráttu um 4. sæti Vesturdeildar ásamt San Antonio Spurs.  Tracy McGrady skoraði 22 stig fyrir Houston og Luis Scola var með 19 stig fyrir heimaliðið.

Los Angeles Lakers minnkaði forskot New Orleans sem situr í efsta sæti Vesturdeildar en eftir 107:104-sigur Lakers munar nú aðeins ½ sigurleik á liðunum sem sitja í 1. og 2. sæti Vesturdeildar.

Kobe Bryant, skoraði 29 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Lakers en margir eiga von á því að hann verði valinn besti leikmaður deildarinnar, MVP. David Beckham lét sig ekki vanta á leikinn  en hann sat að sjálfsögðu í fremstu röð við hliðarlínuna ásamt sonum sínum.

Chicago - Cleveland 100:95

Cleveland: LeBron James 29, Zydrunas Ilgauskas 12, Devin Brown 9, Delonte West 8, Joe Smith 7.

Chicago: Luol Deng 21, Tyrus Thomas 16, Ben Gordon 14, Joakim Noah 10, Larry Hughes 7, Chris Duhon 5, Aaron Gray 4, Andres Nocioni 3, Kirk Hinrich 2.

Toronto – New Jersey 113:85

New Jersey: Vince Carter 21, Devin Harris 19, Richard Jefferson 14, Nenad Krstic 10, Bostjan Nachbar 9, Stromile Swift 7, Trenton Hassell 3, Marcus Williams 2.

Toronto: Carlos Delfino 24, Chris Bosh 21, Andrea Bargnani 14, T.J. Ford 14, Jose Calderon 11, Rasho Nesterovic 10, Anthony Parker 10, Jamario Moon 5, Joey Graham 3, Kris Humphries 1.

Boston – Milwaukee 102:86

Milwaukee: Michael Redd 18, Desmond Mason 12, Dan Gadzuric 7, Andrew Bogut 6, Ramon Sessions 6, Royal Ivey 3, Awvee Storey 3, Jake Voskuhl 2, Michael Ruffin 1.

Boston: Rajon Rondo 16, Paul Pierce 14, Kevin Garnett 12, Ray Allen 11, Sam Cassell 10, James Posey 8, P.J. Brown 4, Kendrick Perkins 4.

New York – Atlanta 104:116

Atlanta: Joe Johnson 29, Al Horford 19, Josh Smith 13, Mike Bibby 12, Marvin Williams 6, Josh Childress 4, Zaza Pachulia 2.

New York: Zach Randolph 17, Jamal Crawford 14, David Lee 14, Wilson Chandler 9, Quentin Richardson 8, Nate Robinson 4, Jared Jeffries 3, Fred Jones 2.

Philadelphia – Indiana 76:85

Indiana: Danny Granger 30, Mike Dunleavy 15, Troy Murphy 9, Flip Murray 7, Travis Diener 6, Marquis Daniels 5, Jeff Foster 5, Jermaine O'Neal 4, Shawne Williams 4.

Philadelphia: Andre Miller 23, Thaddeus Young 21, Andre Iguodala 9, Samuel Dalembert 7, Willie Green 6, Louis Williams 6, Rodney Carney 2, Jason Smith 2.

Miami - Memphis 91:96

Memphis: Hakim Warrick 17, Kyle Lowry 14, Mike Conley 13, Rudy Gay 12, Juan Carlos Navarro 11, Casey Jacobsen 7.

Miami: Ricky Davis 17, Earl Barron 16, Chris Quinn 11, Kasib Powell 8, Stephane Lasme 7, Daequan Cook 5, Mark Blount 3, Jason Williams 2.

Orlando – Minnesota 101:102

Minnesota: Randy Foye 25, Rashad McCants 19, Al Jefferson 18, Ryan Gomes 14, Corey Brewer 12, Marko Jaric 4, Chris Richard 4, Kirk Snyder 4, Michael Doleac 2.

Orlando: Hedo Turkoglu 23, Dwight Howard 20, Rashard Lewis 18, Maurice Evans 17, Jameer Nelson 9, Carlos Arroyo 7, Adonal Foyle 4, Keith Bogans 3.

Detroit – Washington 102:74

Washington: Antawn Jamison 15, DeShawn Stevenson 11, Gilbert Arenas 10, Andray Blatche 9, Brendan Haywood 7, Roger Mason 7, Caron Butler 6, Nick Young 6, Darius Songaila 2, Antonio Daniels 1.

Detroit: Jason Maxiell 28, Chauncey Billups 13, Antonio McDyess 10, Richard Hamilton 9, Tayshaun Prince 9, Rasheed Wallace 9, Amir Johnson 8, Jarvis Hayes 5, Rodney Stuckey 5, Theo Ratliff 4, Lindsey Hunter 2.

Houston – Phoenix 101:90

Phoenix: Amare Stoudemire 37, Shaquille O'Neal 16, Leandro Barbosa 12, Gordan Giricek 10, Steve Nash 6, Boris Diaw 4, Raja Bell 3, Grant Hill 2.

Houston: Tracy McGrady 22, Luis Scola 19, Carl Landry 14, Bobby Jackson 13, Dikembe Mutombo 8, Aaron Brooks 7, Rafer Alston 5, Steve Novak 5, Chuck Hayes 4, Luther Head 4.

San Antonio – Seattle 95:74

Seattle: Kevin Durant 20, Earl Watson 17, Jeff Green 10, Johan Petro 10, Nick Collison 8, Luke Ridnour 4, Damien Wilkins 3, Francisco Elson 2.

San Antonio: Tony Parker 20, Michael Finley 14, Ime Udoka 13, Tim Duncan 12, Fabricio Oberto 10, Jacque Vaughn 7, Kurt Thomas 6, Matt Bonner 5, Bruce Bowen 4, DerMarr Johnson 2, Damon Stoudamire 2.

Sacramento – Portland 103:86

Portland: LaMarcus Aldridge 24, Travis Outlaw 18, Channing Frye 15, Brandon Roy 12, Jarrett Jack 10, Steve Blake 2, Raef LaFrentz 2, Sergio Rodriguez 2, Von Wafer 1.

Sacramento: John Salmons 18, Francisco Garcia 16, Kevin Martin 16, Spencer Hawes 15, Quincy Douby 13, Beno Udrih 11, Mikki Moore 10, Shelden Williams 4

Los Angeles – New Orleans 107:104

New Orleans: Peja Stojakovic 24, Tyson Chandler 18, Jannero Pargo 17, Chris Paul 15, David West 14, Morris Peterson 7, Bonzi Wells 6, Julian Wright 3.

Los Angeles: Kobe Bryant 29, Pau Gasol 25, Derek Fisher 15, Lamar Odom 13, Sasha Vujacic 9, Jordan Farmar 8, Luke Walton 4, Vladimir Radmanovic 2, Ronny Turiaf 2.

Kobe Bryant.
Kobe Bryant. Reuters
David Beckham á þrjá drengi og tveir þeirra voru með …
David Beckham á þrjá drengi og tveir þeirra voru með á leiknum hjá LA Lakers í gær. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert