Keflavík tryggði sér oddaleik gegn ÍR

Hreggviður Magnússon og Jón Nordal Hafsteinsson.
Hreggviður Magnússon og Jón Nordal Hafsteinsson. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Keflavík átti ekki í vandræðum með ÍR í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar og mætast liðin í oddaleik á miðvikudag. Keflavík sigraði með 18 stiga mun, 97:79, en staðan í hálfelik var 48:39 fyrir Keflavík. Fylgst var með gangi mála á mbl.is.

Tölfræði frá KKÍ er ekki aðgengileg að þessu sinni vegna tæknivandræða í Seljaskóla. 

ÍR - Keflavík 79:97  (4. leikhluta er lokið)

Tommy Johnson skoraði 28 stig fyrir Keflavík og Þröstur Jóhannsson skoraði 19. Nate Brown var stigahæstur í liði ÍR með 17 stig. 

18:11 Keflavík er að ganga frá ÍR-ingum. Það eru 2 mínútur eftir af 3. leikhluta og staðan er 71:47 fyrir Keflavík. 

18:06 Útlitið er dökkt hjá ÍR. Sveinbjörn Claessen fékk 5. villuna rétt í þessu og kemur hann ekki meira við sögu í leiknum. Staðan er 61:47 fyrir Keflavík og það eru 3:45 mín. eftir af 3. leikhluta.

18:04 Sigurður Þorsteinsson hefur farið á kostum í liði Keflavíkur í síðari hálfleik. Sigurður er með 9 stig og Keflavík er enn yfir, 59:45. Sveinbjörn Claessen og Eiríkur Önundarson eru með 4 villur í liði ÍR.

18:00 Jón Arnar Ingvarsson þjálfari ÍR tekur leikhlé. Staðan er 57:45 fyrir Keflavík og ÍR-ingar hafa byrjað illa í síðari hálfleik.

17:57 Þriðji leikhluti er byrjaður. Keflavík er yfir, 52:43, og það eru 8 mínútur eftir af 3. leikhluta.

ÍR - Keflavík 54:79  (3. leikhluta er lokið)

Þröstur Jóhannsson er aðalmaðurinn í sóknarleik Keflavíkur. Hann er með 17 stig, Tommy Johnson er með 20 stig og BA Walker er með 14 stig. Nate Brown er stigahæstur í liði ÍR með 15 stig og Sveinbjörn Claessen er með 14 stig en hann kemur ekki meira við sögu í leiknum. 

18:11 Keflavík er að ganga frá ÍR-ingum. Það eru 2 mínútur eftir af 3. leikhluta og staðan er 71:47 fyrir Keflavík. 

18:06 Útlitið er dökkt hjá ÍR. Sveinbjörn Claessen fékk 5. villuna rétt í þessu og kemur hann ekki meira við sögu í leiknum. Staðan er 61:47 fyrir Keflavík og það eru 3:45 mín. eftir af 3. leikhluta.

18:04 Sigurður Þorsteinsson hefur farið á kostum í liði Keflavíkur í síðari hálfleik. Sigurður er með 9 stig og Keflavík er enn yfir, 59:45. Sveinbjörn Claessen og Eiríkur Önundarson eru með 4 villur í liði ÍR.

18:00 Jón Arnar Ingvarsson þjálfari ÍR tekur leikhlé. Staðan er 57:45 fyrir Keflavík og ÍR-ingar hafa byrjað illa í síðari hálfleik.

17:57 Þriðji leikhluti er byrjaður. Keflavík er yfir, 52:43, og það eru 8 mínútur eftir af 3. leikhluta.  

ÍR - Keflavík 39:48 (2. leikhluta er lokið)

Keflavík byrjaði illa í leiknum en eftir að Tommy Johnson og Þröstur Jóhannsson komu inn á undir lok 1. leikhluta hefur allt gengið upp í sóknarleiknum hjá Keflavík. Tommy skoraði 16 stig í fyrri hálfleik og þar af 11 stig á 3 mínútum undir lok 1. leikhluta. Þröstur er með 11 stig og eru þeir stigahæstir í liði Keflavíkur. Arnar Freyr Jónsson hefur leikið vel í liði Keflavíkur í fyrri hálfleik en leikstjórnandinn er með 8 stig. 

Nate Brown er með 10 stig í liði ÍR líkt og Sveinbjörn Claessen sem skoraði 10 stig í röð fyrir ÍR.  Sani, miðherji ÍR, fékk sína þriðju villu snemma í 2. leikhluta og hefur hann átt erfitt uppdráttar. 

Ef Keflavík sigrar í dag þá verður oddaleikur á heimavelli Keflvíkinga á miðvikudaginn. ÍR endaði í 7. sæti deildarinnar í vetur en Keflavík er deildarmeistari. ÍR lagði KR í 8-liða úrslitum 2:1, en Keflavík sigraði Þór frá Akureyri 2:0.  

17:33 ÍR tekur leikhlé. Staðan er 40:35 fyrir Keflavík og það eru 3 mínútur eftir af 2. leikhluta.  Sveinbjörn Claessen hefur skorað 10 stig í röð fyrir ÍR. 

17:30 Það eru 5 mín liðnar af 2. leikhluta og er staðan 34:31 fyrir Keflavík. Tommy Johnsonhefur skorað 14 stig fyrir Keflavík og Nate Brown er með 10 stig fyrir ÍR. 

ÍR - Keflavík 17:20 (1. leikhluta er lokið)

Tommy Johnson fór í gang á síðustu þremur mínútum fyrsta leikhluta þar sem hann skoraði alls 11 stig og þar af þrjár þriggja stigakörfur. Staðan er 17:20 fyrir Keflavík sem hefur heldur betur vaknað til lífsins eftir skelfilega byrjun á leiknum. Nate Brown og Eiríkur Önundarson hafa skorað 5 stig hvor fyrir ÍR.

17:27 Það eru 4 mínútur liðnar af 2. leikhluta. Staðan er 25:28 fyrir Keflavík. Tommy Johnson leikmaður Keflavíkur hefur farið á kostum á undanförnum mínútum og skorað 14 stig. 

17:13 Keflavík hefur aðeins skorað 4 stig á fyrstu 7 mínútunum. Staðan er 15:4 fyrrir ÍR. 

17:10 Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur tekur leikhlé. Keflavík hefur aðeins skorað 4 stig það sem af er en það eru 5 mínútur liðnar af fyrsta leikhluta.

17:06 ÍR er með yfirhöndina þegar 4 mínútur eru liðnar af leiknum. Staðan er 10:4 og hefur BA Walker skorað öll fjögur stig Keflavíkur.  Eiríkur Önundarson hefur skorað 5 síðustu stig ÍR-inga í leiknum.

17:04 Það eru þrjár mínútur liðnar af leiknum og ÍR er yfir, 5:4.  

Keflavík tapaði fyrsta leiknum á heimavelli, 92:87. ÍR sigraði á heimavelli í öðrum leiknum,94:77. Keflavík svaraði fyrir sig með sigri á heimavelli í þriðja leiknum, 106:73


Tommy Johnson.
Tommy Johnson. mbl.is
Ólafur Sigurðsson leikmaður ÍR.
Ólafur Sigurðsson leikmaður ÍR. mbl.is/Ómar óskarsson
Tahirou Sani, ÍR og Anthony Susnjara hjá Keflavík.
Tahirou Sani, ÍR og Anthony Susnjara hjá Keflavík. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert