Að duga eða drepast fyrir Grindvíkinga

Páll Axel Vilbergsson og félagar hans í Grindavíkurliðinu eiga erfiðan …
Páll Axel Vilbergsson og félagar hans í Grindavíkurliðinu eiga erfiðan leik fyrir höndum í kvöld. mbl.is/Golli

Það er duga eða drepast fyrir Grindvíkinga í kvöld þegar þeir heimsækja bikarmeistara Snæfells  í fjórðu viðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar í körfuknattleik.

Snæfell leiðir einvígið, 2:1, og með sigri í kvöld tryggja Snæfellingar sér sæti í úrslitum en fari svo að Grindvíkingar fari með sigur af hólmi verður oddaleikur í Grindavík.

Grindvíkingar hafa enn ekki fagnað sigri á útivelli í úrslitakeppninni en spurningin er hvort þeir leiki sama leik og Keflvíkingar. Bæði Suðurnesjaliðin lentu 2:0 undir í einvígjum sínum en Keflvíkingum tókst að jafna metin í gær.

Leikurinn í Stykkishólmi hefst klukkan 20 og þess má geta að hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert