Deildarkeppninni í NBA-deildinni í körfuknattleik lauk í nótt og nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst strax um komandi helgi. Boston náði bestum árangri allra liða í deildakeppnini en liðið vann 66 leiki en tapaði aðeins 16.
Í 1. umferð úrslitakeppninnar mætast þessi lið:
Boston - Atlanta
Detroit - Philadelphia
Orlando - Toronto
Cleveland - Washington
LA Lakers - Denver
New Orleans - Dallas
SA Spurs - Phoenix
Utah - Houston
Úrslit leikja í nótt:
Boston - New Jersey 105:94
Jeon Powe skoraði 27 stig fyrir Boston og tók 11 fráköst en hjá New Jersy var Richard Jefferson með 24 stig. New Jersey komst ekki í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sjö ár.
SA Spurs - Utah 109:80
Meistarar SA Spurs fóru á kostum þar sem Tony Parker skoraði 24 stig og tók 12 fráköst. Tim Duncan skoraði 14 stig fyrir Spurs og tók 11 fráköst.
Denver - Grizzlies 120:111
Carmelo Anthony skoraði 17 stig og tók 6 fráköst í sigri Denver sem vann sinn 50. sigri en svo marga leiki hefur liðið ekki unnið í deildarkeppninni í 20 ár. Denver mætir Lakers í 1. umferð úrslitakeppninnar.
Önnur úrslit:
Detroit - Cleveland 84:74
Indiana - New York 132 - 123
Orlando - Washington 103:83
Charlotte - Philadelphia 115:109
Miami - Atlanta 113:99
Minnesota - Milwaukee 110:101
Chicago - Toronto 107:97
Houoston - LA Clippers 93:75
Phoenix - Portland 100:91
Seattle - Golden State 126:121