Keflavík klagði Snæfell 81:79 í fyrsta leik liðanna í úrslitarimmunni í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í dag. Næsti leikur liðanna verður í Hólminum á mánudaginn.
Keflavík hefur betur því síðasta skot Snæfells rataði ekki rétta leið og Keflavík er 80:79 yfir og eiga vítaskot en ein sekúnda er eftir.
Mínúta eftir og staðan 80:77 og Keflvíkingar með boltann.
Þrjár mínútur eftir og staðan er 77:74 fyrir Keflavík.
Hlynur var að fá sína fjórðu villu, 5,41 eftir og staðan 73:67.
Keflvíkingar byrja síðasta fjórðungin betur og gera fyrstu átta stigin, 72:65 og Snæfell tekur leikhlé.
Þriðja leikhluta er lokið og staða er 64:65 fyrir Snæfell sem hefur ekki verið yfir í leiknum síðan á upphafsmínútunum.
Ein og hálf mínúta eftir af þriðja leikhluta og leikhlé hjá Keflavík. Staðan er 64:60 og allt getur gerst því hvorugt liðið er líklegt til að ná afgerandi forystu í leiknum. Baráttan er mikil og bæði lið skipta ótt og títt um leikmenn.
Þrjár mínútur eru eftir af þriðja leikhluta og staðan er 60:57.
Það er allt í járnum eins og verið hefur allan leikinn. Staðan eftir þriggja mínútna leik er 52:52.
Síðari hálfleikur fer nú að hefjast. Mikil baráta var í þeim fyrri en æði lið hafa leikið betur en þau gera í dag. Keflvíkingar leggja áherslu að sð stöðva Shouse en athygli vekur að Snæfell hefur notað níu leikmenn í fyrri hálfleiknum rétt eins og Keflvíkingar, enda mikilvægt að dreifa leiktímanum aðeins á milli manna, sérstaklega ef rimman fer í fimm leiki eins og margir telja ekki ólíklegt.
Kominn hálfleikur og Keflavík er yfir 44:41. Bobby Walker er með 11 stig fyrir Keflavík og Gunnar Einarsson 9 en hjá Snæfelli er Sigurður með 12 og Shouse 10.
Ein mínúta til leikhlés og Keflvíkingar hafa gert 43 stig gegn 37 stigum Snæfells.
Þrjár mínútur eftir til leikhlés og staðan enn jöfn, 37:37.
Arnar Freyr er kominn inn aftur og staðan er 34:34 þegar 5,35 eru eftir af leikhlutanum.
Arnar Freyr meiddist á hendi og varð að fara af velli og verið er að hlúa að honum. Staðan er 30:26 þegar tæpar þrjár mínútur eru búnar af öðrum leikhluta.
Fyrsta leikhluta lokið og staðan er 25:22 Keflvíkingar eru búnir að gera fimm þriggja stiga körfur á móti tveimur hjá Snæfelli.
Snæfellingar reyna nú að leika svæðisvörn á móti Keflvíkingum og virðist hún ætla að ganga vel, í það minnsta hafa heimamenn ekki skorað jafnt ótt og títt og þeir gerðu. Staðan þegar 2,30 mín eftir af fyrsta leikhluta er 19:18 fyrir Keflavík.
Fyrsti leikhluti er hálfnaður og Keflvíkinga eru 16:11 yfir og allt gengur þeim í haginn þessa stundina.
Snæfellingar byrja betur og eru grimmir á upphafsmínútunum, komus í 10:4 en heimamenn svara með tveimur þriggja stiga körfum og jafna.
Bekkurinn í Toyotahöllinni er orðinn þéttsetinn og greinilegt að það verður fullt hús. Stuðningsmenn Keflavíkur kaupa flestir hvíta boli með áletrunninni Áfram Keflavík og setja flottan svip á stúkuna.
Lið Keflavíkur: Gunnar Einarsson, Arnar Freyr Jónsson, Þröstur Jóhannsson, Jón Nordal Hafsteinsson, Sigfús Árnason, Anthony Susnjara, Magnús Gunnarsson, Elvar Sigurjónsson, Axel Þór Margeirsson, Tommy Johnson, Bobby Walker, Sigurður Þorsteinsson.
Lið Snæfells: Hlynur Bæringsson, Ingvaldur Magni Hafsteinsson, Jón Ó. Jónsson, Sveinn Davíðsson, Atli Hreinsson, Gunnlaugur Smárason, Árni Ásgeirsson, Sigurður Þorvaldsson, Justin Shouse, Anders Katholm, Slobodan Subasic, Daníel Kazmi.