Keflavík er í lykilstöðu gegn Snæfell

mbl.is

Snæfell og Keflavík áttust við í úrslitum Iceland Express deildar karla í kvöld og hafði Keflavík betur, 98:83. Keflavík er 2:0 yfir í einvíginu eftir nauman 81:79-sigur í fyrsta leiknum sem fram fór s.l. laugardag. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari og getur Keflavík tryggt sér titilinn á fimmtudag á heimavelli. Fylgst var með gangi mála á mbl.is í kvöld.

Tölfræði leiksins.

Snæfell - Keflavík 98:83 (4. leikhluta er lokið).  

21:39 Sigurður Þorsteinsson leikmaður Keflavíkur fær 5. villuna og er hann fjórði leikmaður liðsins sem fer af velli með 5 villur. Staðan er 86:78 fyrir Keflavík og 2:30 mín. eftir af leiknum.  

21:33 Keflavík er með 9 stig forskot og aðeins 5 mínútur eru eftir, 82:73

21:29 Gunnar Einarsson fékk 5. villuna rétt í þessu og er hann þriðji leikmaður Keflavíkur sem fyllir villukvótann. Staðan er 80:69 fyrir Keflavík og 6:29 mín. eftir af leiknum. Það þarf mikið að gerast ef Keflavík fer ekki með sigur af hólmi í þessari viðureign.  

21:26 Susnjara leikur ekki meira með Keflavík í þessum leik. Hann var að fá sína 5. villu og 7:30 mínútur eftir af leiknum. Staðan er 80:68 fyrir Keflavík. 

21:24 Jón Ólafur Jónsson fékk 5. villuna rétt í þessu og fer af velli. Hann er stigahæstur í liði Snæfells með 20 stig. Staðan er 77:68 fyrir Keflavík.  

21:22 Jón Nordal Hafsteinsson fékk 5. villuna í fyrstu sókn Snæfells og kemur hann ekki meira við sögu í liði Keflavíkur. Staðan er 75:68 fyrir Keflavík og 9 mínútur eftir.

Snæfell - Keflavík 64:73 (3. leikhluta er lokið) 

21:20 Tommy Johnson skoraði síðustu stig þriðja leikhluta með þriggja stiga skoti langt utan af velli. Staðan er 64:73 fyrir Keflavík. Johnson er með 27 stig fyrir Keflavík en Jón Ólafur Jónsson er stigahæstur í liði Snæfells með 18 stig.

21:17 Tommy Johnson hefur skorað 14 stig í þriðja leikhluta fyrir Keflavík og er hann með 24 stig þegar 1:30 er eftir. Staðan er 68:58 fyrir Keflavík. 

21:10: Geof Kotila þjálfari Snæfells tekur leikhlé. Keflavík er 11 stigum yfir, 62:51, og með sigri í kvöld getur Keflavík tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í næsta leik sem fram fer á fimmtudag. Það eru 3:30 mínútur eftir af þriðja leikhluta.

21:06 Gunnar Einarsson heldur áfram að hrella vörn Snæfells. Hann er með 16 stig. Staðan er 49:58 fyrir Keflavík þegar 4 mínutur eru eftir af þriðja leikhluta. Það hefur litlu breytt í leik Keflavíkur að Susnjara og Jón eru báðir utan vallar með 4 villur. Sóknarleikur Snæfells er í molum og lykilmenn á borð við Hlyn Bæringsson og Sigurð Þorvaldsson eru langt frá sínu besta. 

21:02: Sigurður Þorvaldsson hefur ekki náð sér á strik í liði Snæfells en hann er með 4 stig. Gunnar Einarsson heldur sínu strik og hefur hann skorað 13 stig fyrir Keflavík. Staðan er 47:52 fyrir Keflavík.

21:01: Anthony Susnjara leikmaður Keflavíkur er ósáttur við dómara leiksins og ýtir síðan við leikmanni Snæfells undir körfunni. Dæmd er óíþróttamannsleg villa á Susnjara og hann er með 4 villur líkt og Jón Nordal. Það munaði litlu að upp úr syði en Hlynur Bæringsson skoraði ekki úr vítaskotunum sem hann fékk. Staðan er 45:46 fyrir Keflavík. 

20:58 Jón Nordal Hafsteinsson fékk 4. villuna rétt í þessu. Það er 1 mínúta liðin af síðari hálfleik. Staðan er 45:44 fyrir Snæfell. 

20:57: Síðari hálfeikur er byrjaður. Justin Shouse skoraði fyrstu stigin og jafnaði fyrir Snæfell, 44:44

Snæfell - Keflavík 42:44 (2. leikhluta er lokið).

Ingvaldur Magni Hafsteinsson og Jón Ólafur Jónsson eru báðir með 3 villur í liði Snæfells. Anthony Susnjara og Jón Nordal Hafsteinsson eru með 3 villur í liði Keflavíkur. Jón Ólafur er stigahæstur í liði Snæfells með 12 stig en Gunnar Einarsson er stigahæstur í liði Keflavíkur með 11 stig. 

Snæfell tapaði boltanum 12 sinnum í fyrri hálfleik en Keflavík er með 5 tapaða bolta. Justin Shouse hefur skorað öll 9 stig sín fyrir Snæfell úr þriggja stiga skotum en hann er með 3 tapaða bolta líkt og Hlynur Bæringsson sem er aðeins með 4 fráköst. 

20:36: Keflvíkingar leika pressuvörn þessa stundina og hefur það riðlað aðeins sóknarleik Snæfells. Staðan er 40:36 fyrir Keflavík þegar 2 mínútur eru eftir af fyrri hálfleik. 

20:33 Jón Ólafur Jónsson er stigahæstur í liði Snæfells en hann er með 12 stig og hefur hann komið sterkur inn af varamannbekknum. Staðan er 37:34 fyrir Keflavík og 3 mínútur eftir af fyrri hálfleik. 

20:28 Keflavík er með 9 stiga forskot, 35:26. Gunnar Einarsson heldur áfram að hitta vel utan af velli. Gunnar er með 11 stig en Snæfell heldur áfram að tapa boltanum í sóknarleikum -alls 11 tapaðir boltar. Það eru 5 mínútur eftir af fyrri hálfleik.

20:25: Það er aðeins farið að hitna í kolunum. Sigurður Þorvaldsson og Anthony Susnjara lentu í samstuði úti á miðjum velli. Dæmd var villa á Susnjara sem er með 3 villur. Jón Nordal var einnig að fá 3. villuna í liði Keflavíkur. Það eru 6 mínútur eftir af 2. leikhluta og staðan er 29:23 fyrir Keflavík.  

20:23: Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings reyndi fyrir sér í Iceland Express hringlinu. Það gekk ekki eftir en tilþrifin voru ágæt hjá Hreiðari. 

20:21 Keflavík er með 10 stiga forskot, 29:19, þegar 3 mínútur eru liðnar af 2. leikhluta.  

Snæfell - Keflavík 14:19 (1. leikhluta er lokið). 

Gunnar Einarsson er stigahæstur í liði Keflavíkur með 8 stig. Snæfell lék svæðisvörn undir lok 1. leikhluta og gek það ágætlega. Snæfell tapaði alls 8 boltum í fyrsta leikhluta.

20:12: Magnús Gunnarsson og Arnar Freyrí Jónsson byrjuðu á varamannabekk Keflavíkur. Þeir komu inná þegar 3 mínútur eru eftir af 1. leikhluta. Staðan er 9:17 fyrir Keflavík og Gunnar Einarsson hefur skorað síðustu 8 stig Keflavíkur. 

20:08: Leikmenn Snæfells eiga í vandræðum í sóknarleiknum og hafa þeir tapað boltanum 6 sinnum á fyrstu 5 mínútum leiksins. Staðan er 9:9.  

20:06: Anthony Susnjara byrjar leikinn vel hjá Keflavík og hefur hann varið tvö skot með stuttu millibili frá Sigurði Þorvaldssyni. Staðan er 6:7 fyrir Keflavík. 

20:02: Það eru 2 mínútur liðnar af leiknum og Snæfell er yfir, 4:1. Jón Nordal Hafsteinsson var að skora fyrstu stig Keflvíkinga úr vítaskoti. Han  er með tvær villur og Snæfellingar sækja mikið að körfu Keflvíkinga.

20:00 Bæði lið leika maður á mann vörn í upphafi leiks. 

20:00: Leikurinn er byrjaður.

19:55:
Leikmenn beggja liða eru kynntir til leiks. Áhorfendur eru vel með á nótunum og hvetja sín lið áfram þrátt fyrir að leikurinn sé ekki byrjaður.

19:50: Trommusveit Keflavíkur er mætt til leiks en þeir fá ekki að berja húðir með kjuðum í kvöld þar sem að bannað er að nota slík hljóðfæri. Röddin verður að duga fyrir Keflvíkinga að þessu sinni.

19:45: Lúðrasveit Stykkishólms hefur á undanförnum mínútum skemmt áhorfendum með léttum lögum  og stuðningsmenn Keflavíkur hafa tekið vel undir með kraftmiklum söng. Það er korter þar til að leikurinn hefst og nú þegar þétt setið í íþróttahúsinu í Stykkishólmi.  

Justin Shouse er lykilmaður í liði Snæfells.
Justin Shouse er lykilmaður í liði Snæfells. mbl.is/Víkurfréttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert