„Við náðum ekki að stoppa þá í varnarleiknum. Það er sagan í þesari rimmu. Ég óska Keflavík til hamingju með sigurinn. Þeir áttu þetta skilið en við getum borið höfuðið hátt. Við unnum báðar bikarkeppnirnar og endum í öðru sæti á Íslandsmótinu. Ég veit ekki hvort ég verði áfram sem þjálfari Snæfells. Ég ætla að ræða við stjórn félagsins í næstu viku, “ sagði Geof Kotila þjálfari Snæfells.
Justin Shouse leikstjórnandi Snæfells var mjög svekktur í leikslok og var þega farinn að huga að næstu leiktíð. „Ég er ósáttur við sjálfan mig og hvernig þessi rimma endaði. Við fengum ekki að leika vörnina eins og við ætluðum okkur. Dómararnir voru á annarri skoðun og því fór sem fór. Ég hef aðeins rætt við félagið um næstu leiktíð og ég er spenntur fyrir því að vera áfram,“ sagði Shouse.