Teitur Örlygsson verður ekki áfram við stjórnvölinn sem þjálfari úrvalsdeildarliðs Njarðvíkur í körfuknattleik. Að því er fram kemur á heimasíðu Njarðvíkinga hafa Teitur og stjórn körfuknattleiksdeildarinnar ákveðið að samningurinn verði ekki endurnýjaður.