Lakers og Orlando áfram - Boston tapaði

Kobe Bryant.
Kobe Bryant. Reuters

Kobe Bryant skoraði 31 stig og Spánverjinn Pau Gasol va rmeð 21 stig í 107:101-sigri LA Lakers í 8-liða í úrslitum gegn Denver Nuggets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lakers vann fjóra leiki í röð gegn Denver og er rimmunni því lokið en þetta er í fyrsta sinn þar sem lið með 50% vinningshlutfall vinnur ekki leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

   J.R. Smith skoraði 26 stig fyrir Denver sem er persónulegt met, Allen Iverson skoraði 22 og Carmelo Anthony var með 21 stig. „Við gerðum það sem við gátum sem lið en Lakers er einfaldlega með betra lið,“ sagði Iverson en hann kom til Denver frá Philadelphia í febrúar í fyrra eftir langa veru í herbúðum Philadelphia 76‘ers. Þetta er fimmta árið í röð þar sem Denver fellur úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Við erum með frábært sóknarlið en við verðum að laga vörnina fyrir næsta tímabil,“ sagði Iverson.

Atlanta Hawks hefur komið verulega á óvart í úrslitakeppninni gegn Boston Celtics sem var með besta árangur allra liða í NBA-deildinni eftir tímabilið. Atlanta jafnaði metin gegn Bostin í gær með 97:92-sigri á heimavelli og er staðan því 2:2. Joe Johnson skoraði  20 af alls 35 stigum sínum í fjórað leikhluta fyrir Atlanta sem var með slakasta árangur allra liða sem komust í úrslitakeppnina.

Orlando komst í aðra umferð með því að leggja Toronto Raptors 4:1 samanlagt. Dwight Howard skoraði 21 stig og tók jafnmörg fráköst fyrir Magic í 102:92-sigri liðsins.

Orlando – Toronto 102:92 (4:1)

Toronto: Chris Bosh 16, Carlos Delfino 14, T.J. Ford 14, Jason Kapono 13, Jose Calderon 12, Anthony Parker 11, Jamario Moon 8, Andrea Bargnani 4.

Orlando: Dwight Howard 21, Jameer Nelson 19, Rashard Lewis 18, Maurice Evans 12, Hedo Turkoglu 12, Keith Bogans 11, Keyon Dooling 9.

Atlanta – Boston 97:92 (2:2)

Boston: Ray Allen 21, Kevin Garnett 20, Paul Pierce 18, Rajon Rondo 14, James Posey 10, Kendrick Perkins 6, Leon Powe 3.

Atlanta: Joe Johnson 35, Josh Smith 28, Mike Bibby 18, Marvin Williams 8, Josh Childress 4, Al Horford 4.

Lakers – Denver 107:101 (4:0)

Los Angeles: Kobe Bryant 31, Pau Gasol 21, Lamar Odom 14, Vladimir Radmanovic 12, Derek Fisher 7, Luke Walton 7, Jordan Farmar 6, Sasha Vujacic 5, DJ Mbenga 4.

Denver: J.R. Smith 26, Allen Iverson 22, Carmelo Anthony 21, Linas Kleiza 8, Kenyon Martin 8, Nene 7, Eduardo Najera 4, Marcus Camby 3, Anthony Carter 2.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert