Utah Jazz sigraði LA Lakers 123:115 eftir framlengingu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar þar sem að Deron Williams skoraði 29 stig og gaf 14 stoðsendingar fyrir Jazz. Staðan er 2:2 og fer næsti leikur fram í Los Angeles. Meistaralið San Antonio Spurs náði einnig að jafna í 2:2 með 100:80-sigri á heimavelli gegn New Orleans Hornets þar sem að Tim Duncan skoraði 22 stig og tók 15 fráköst. Tony Parker skoraði 21 stig fyrir San Antonio en næsti leikur fer fram í New Orleans.
Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir Lakers gegn Utah en hann á við meiðsli að stríða í baki og skoraði hann aðeins 8 stig í fjórða leikhluta og framlengingunni.
Ronny Turiaf leikmanni Lakers var vísað af leikvelli fyrir ruddalegt brot gegn Ronnie Price og þurfti að sauma fjögur spor í augabrún Price eftir það brot.
Utah – Lakers 123:115
Los Angeles: Kobe Bryant 33, Lamar Odom 26, Pau Gasol 23, Derek Fisher 15, Sasha Vujacic 11, Luke Walton 5, Vladimir Radmanovic 2.
Utah: Deron Williams 29, Mehmet Okur 18, Andrei Kirilenko 15, Carlos Boozer 14, Kyle Korver 14, Matt Harpring 12, Paul Millsap 9, Ronnie Brewer 8, Ronnie Price 4.
San Antonio – New Orleans 100:80
New Orleans: Chris Paul 23, Jannero Pargo 11, David West 10, Hilton Armstrong 9, Morris Peterson 7, Peja Stojakovic 6, Bonzi Wells 6, Julian Wright 4, Tyson Chandler 2, Mike James 2.
San Antonio: Tim Duncan 22, Tony Parker 21, Manu Ginobili 15, Ime Udoka 15, Michael Finley 12, Bruce Bowen 9, Fabricio Oberto 4, Robert Horry 2.