Boston sigraði Detroit á útivelli

Kevin Garnett og Ray Allen fögnuðu sigri í Detroit í …
Kevin Garnett og Ray Allen fögnuðu sigri í Detroit í nótt. Reuters

Boston Celtics sigraði Detroit Pistons á útivelli í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í nótt, 94:80, og er þetta fyrsti sigur Boston á útivelli í úrslitakeppninni. Staðan er 2:1 fyrir Boston en næsti leikur fer fram einnig í Detroit. Kevin Garnett skoraði 22 stig fyrir Boston og tók að auki 13 fráköst.

„Ég held að strákarnir í liðinu hafi alltaf gert ráð fyrir að landa sigri á útivelli. Þetta var ekki stórt vandamál. Við vissum hvað býr í þessu liði,“ sagði Doc Rivers þjálfari Boston. Paul Pierce leikaður Boston sagði að fyrir leikinn hafi menn rætt saman um styrkleika Boston. „Við vorum besta liðið á útivelli í deildarkeppninni. Við vildum sýna hvað í okkur býr,“ sagði Pierce.

Í kvöld eigast við Lakers og San Antonio Spurs í þriðja sinn. Staðan er 2:0 fyrir Lakers en þriðji leikurinn fer fram í San Antonio. 

Boston: Kevin Garnett 22, Ray Allen 14, Kendrick Perkins 12, James Posey 12, Rajon Rondo 12, Paul Pierce 11, Sam Cassell 5, P.J. Brown 4, Glen Davis 2.

Detroit: Richard Hamilton 26, Rodney Stuckey 17, Rasheed Wallace 12, Antonio McDyess 8, Jason Maxiell 7, Chauncey Billups 6, Tayshaun Prince 4.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert